Rauð-græn ríkisstjórn vill banna þjóðaríhaldsflokkinn

Eftir því sem Valkostur fyrir Þýskaland „Alternative für Deutschland-AfD“ verður sífellt vinsælli meðal þýskra kjósenda, þá herða vinstri menn róðurinn til að fá flokkinn bannaðan.

Sambandsríkið Bremen undir stjórn sósíaldemókrata, umhverfisverndarsinna og vinstrimanna, vill láta banna AfD. Flokkarnir hafa lagt fram sameiginlega tillögu sem búist er við að verði samþykkt á heimaþingi Bremen. Lagt er til að Bremen þingið starfi með á alríkisstigi og safni sönnunargögnum um hugsanlegt bann og til að rýna í ungliðasamtök AfD „Junge Alternative.“

Talsmenn bannsins segja AfD vera félagslega og lýðræðislega ógn í Þýskalandi. Sofia Leonidakis, leiðtogi Vinstriflokksins, leggur áherslu á nauðsyn stjórnskipulegra tækja til að vernda samfélagið, þegar þörf krefur. Mustafa Güngör, leiðtogi jafnaðarmannaflokksins, telur brýnt að athuga með setja bann. Fylkiskosningar nálgast í Þýringalandi, Saxlandi og Brandenborg þar sem AfD er leiðandi afl samkvæmt skoðanakönnunum.

Henrike Müller, leiðtogi Umhverfisflokksins, vísar meðal annars til umdeildrar skýrslu um áform AfD að vísa milljónum manna úr landi sem ástæðu fyrir skjótum aðgerðum. Olaf Scholz kanslari hefur hins vegar lýst efasemdum um bann.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa