Norræna ráðherranefndin ræðst á matvælakeðjuna: rætt um loftslagsskatt á kjöt

Með vísan til loftslags og lýðheilsu vill framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar að kjöt verði skattlagt til að niðurgreiða grænmeti.

Karen Ellemann aðalritari nefndarinnar vill að aukaskattur verði lagður á kjöt og peningarnir notaðir til að niðurgreiða grænmeti. Hún vill líka að sykur verði skattlagður. Hún skrifar í umræðugrein á DN að:

„Það kemur raunverulega á óvart, að loftslagsstarfið í löndum okkar einbeitir sér ekki meira að matvælakeðjunni sem orsakar meira en þriðjung allrar losunar í heiminum.“

Breyta skal matarvenjum Norðurlandabúa

Hún segir enn fremur:

„Vísindin eru skýr: Í þágu heilsunnar og jarðarinnar þurfum við að breyta matarneyslu okkar á Norðurlöndum.“

Einnig kallar hún eftir norrænni matvælamerkingu fyrir loftslagið og sameiginlegum leiðbeiningum til þess að „draga úr markaðssetningu á óhollum matvælum.“ Hún telur að „nauðsynleg endurskipulagning í matvælageiranum skapi ný tækifæri fyrir greinina og efli viðnámsþrótt.“

Herferð hins opinbera

Annað atriði meðal tillagna framkvæmdastjórans er að efla opinber innkaup í því skyni

„að nota opinberar máltíðir sem áhrifaríka lyftistöng til að hafa áhrif á neytendur til að taka betri ákvarðanir einnig á öðrum sviðum lífsins.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa