Bandaríkin vopna nasistaherdeild Úkraínu

Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnir, að það muni leyfa vopnasendingar til nýnasista Azov-herdeildarinnar – áður Azov-herfylkingarinnar – í Úkraínu.

Azov – sem varð herdeild undir innanríkisráðuneyti Úkraínu – hefur verið sakað um stríðsglæpi og pyntingar. Meðal annars þess vegna og með vísan til nýnasista hugmyndafræði herdeildarinnar, þá hafa Bandaríkin áður bannað Azov herfylkingunni að nota bandarísk vopn.

Núna fullyrðir bandaríska utanríkisráðuneytið, að banninu verði aflétt, segir í frétt Washington Post. Að sögn ráðuneytisins hefur eigin úttekt leitt í ljós, að herdeildin hafi ekki gerst sek um mannréttindabrot í þeim mæli sem réttlætir vopnabann samkvæmt bandarískum lögum.

Í stríðinu í Úkraínu hefur Azov reynt að aðskilja sig frá nýnasisma en bendir í staðinn á Rússa sem hina raunverulega nasista. Árið 2022 var ákveðið að fjarlægja úlfinn, sem fenginn var hjá þýska Waffen-SS.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa