Lindsay Graham: Bandaríkjamenn ásælast 10-12 trilljón dollara málmauðlindir Úkraínu

Lindsey Graham öldungardeildarþingmaður repúblikana í Bandaríkjunum.

Stríðið í Úkraínu er stríð um náttúruauðlindir landsins. Þetta sagði bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham – einn af stríðshaukum repúblikana sem ganga þvert á friðarvilja Donald Trumps. Graham talar máli vopnarisa og glóbalista sem vilja magna stríðið og draga heiminn út í þriðju heimsstyrjöldina. Hann lýsti viðhorfi sínu í viðtalinu við CBS News (sjá myndskeið neðar á síðunni).

„Ég vil ekki gefa Pútín þá peninga, þessar eignir, svo hann geti deilt þeim með Kína.“

Zelenskí ljómaði eins og jólatré

Yfirlýsingarnar komu fram í viðtali við „Face the nation“ á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS s.l. sunnudag. Lindsey Graham segir:

„Joe Biden forseti gerir ekki nóg til að tryggja að stríðið vinnist gegn Rússlandi. Allt sem við höfum gert varðandi Úkraínu hefur verið hægt og óákveðið.“

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn vill meðal annars leggja hald á rússneskar eignir á Vesturlöndum, að jafnvirði rúmlega 40.000 milljarða íslenskra króna og afhenda Úkraínu. Graham segir:

„Þegar ég stakk upp á þessu við Zelensky forseta, þá ljómaði hann allur eins og jólatré.“

Stríð um náttúruauðlindir

Að sögn bandaríska öldungadeildarþingmannsins er stríðið í Úkraínu stríð um jarðefni og dýrmætar náttúruauðlindir. Graham lítur á auðævi Úkraínu sem sín eigin og segir:

„Úkraína hefur mikilvæga málma að verðmæti á bilinu tíu til tólf trilljónir dollara (1400 þúsund -1660 þúsund milljarða íslenskra króna). Þeir gætu verið ríkasta land Evrópu. Ég vil ekki gefa Pútín þá peninga, þessar eignir, svo hann geti deilt þeim með Kína.“

Eftir að stríðið gegn Rússlandi er unnið, sér bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn fyrir sér að Bandaríkin geti notið góðs af verðmætum málmum.

„Úkraína gæti verið besti viðskiptafélaginn sem okkur hefur dreymt um. Þeir sitja á gullnámu.“

Hér að neðan er stuttur bútur úr viðtalinu og viðtalið allt þar fyrir neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa