Volkswagen stóreykur framleiðslu á bensín- og dísilbílum

Eftir að stórhugurinn hætti á rafbílamarkaðinum, þá hafa stóru bílaframleiðendurnir þurft að hugsa dæmið upp á nýtt. Sum vörumerki eins og japanska Toyota hættu aldrei að trúa á framtíð bensínvéla á meðan önnur, eins og þýska Volkswagen, höfðu stórkostleg áform um rafbíla. En núna hefur Volkswagen tekið breytingum og tilkynnir að fyrirtækið fjárfesti mikið á ný í framleiðslu brunavéla.

Fortíðin hverfur ekki svo létt

Fyrir nokkrum árum var fullyrt, að rafbílarnir hefðu „sigrað.“ Volkswagen ætlaði að framleiða allt að 75 nýjar tegundir rafbíla fyrir 2030. Jafnframt ætlaði Volkswagen að hætta framleiðslu bensín- og dísilbíla og eingöngu selja rafbíla ár 2033. Í fyrra var einnig sagt, að fyrirtækið myndi fjárfesta 180 milljörðum evra í rafhlöður. Spáð var lækkun útgjalda vegna bíla með brunavélum frá árinu 2025 en það virðist ekki ganga eftir.

Samkvæmt upplýsingum lýsti Arno Antlitz fjármála- og rekstrarstjóri Volkswagen Group því yfir í síðasta mánuði, að þriðjungur af 180 milljörðunum fari núna í staðinn í þróun bensínbíla. Antlitz sagði:

„Framtíðin er rafmögnuð en fortíðin er ekki liðin.“

24,3% minni eftirspurn í Evrópu

Árið 2023 seldi Volkswagen alls 4,87 milljónir bíla, þar af voru 8,1% rafbílar. Það var aukning um 21,1% miðað við árið 2022. Þar til nýlega var talið að rafbílar myndu verða 20% af bílasölunni árið 2025.

Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldust hins vegar 3,3% færri rafbílar miðað við sama tímabil í fyrra. Á stærsta rafbílamarkaði Volkswagen, Evrópu, dróst sala saman um 24,3%.

Fyrirtækið telur engu að síður að sala á rafbílum muni aukast aftur.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa