Þriðjungur barna í Vínarborg eru múslímsk

Hlutfall múslímskra grunnskólanemenda í austurrísku höfuðborginni er komið upp í 35%, sem þýðir að hópurinn hefur farið fram úr kaþólikkum og er orðinn stærsti trúarhópurinn. Þróunin hefur orðið til þess að sérfræðingur hefur kallað eftir skyldunámskeiði í lýðræði og vestrænum gildum.

Samkvæmt nýju tölunum eru 35% grunnskólanema múslímar, 21% kaþólskir, 13% rétttrúnaðar og tvö prósent eru annað hvort mótmælendatrúar eða tilheyra öðru trúfélagi. 26% eru trúlaus.

35% bendir til þess, að aukningin sé afar hröð. Námsárið 2016/2017 var hlutfall múslimskra nemenda í grunnskóla 28% og kaþólikkar voru 31%.

Könnunin sýnir einnig að ungir múslímar eru mjög trúaðir og flestir eru virkir tilbiðjandi meðlimir í viðkomandi moskum. Þeir hafa einnig meira niðrandi viðhorf gagnvart gyðingum, LGBTQ fólki og jafnrétti karla og kvenna.

Skyldukennsla í lýðræði frá fyrsta bekk

Félags- og fjölbreytileikafræðingurinn Kenan Güngör, sem ráðleggur austurrískum stjórnvöldum á sviði aðlögunar innflytjenda, kallar eftir breytingu á námskránni. Vill hann taka upp kennslu í lýðræðislegum gildum frá unga aldri. Þetta sé nauðsynlegt til að berjast gegn kenningum sem kenndar eru utan kennslustofunnar. Kenan Güngör segir:

„Það eru sífellt fleiri og fleiri sem snúast til íslams – og þeir hafa þá tilhneigingu að verða sífellt róttækari.“

Samkvæmt Güngör þarf kennsla í lýðræði, siðfræði og öðrum slíkum gildum að vera skylda frá og með fyrsta bekk. Hann og útskýrir að lýðræðið sé „almenn trú“ í Austurríki sem beri að innræta öllum nemendum óháð trúartengslum þeirra.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa