Stríðið í Úkraínu hefur nánast staðið yfir í 2,5 ár og vesturveldin blanda sér í stríðið í auknum mæli við hlið Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti tillögu sína að vopnahlé í gær: Úkraína verður að draga herlið sitt til baka frá fjórum héruðum Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia í austur- og suðurhluta Úkraínu. Að auki á Úkraína að lýsa því yfir, að landið gangi ekki í Nató. Reuters greinir frá. Pútín sagði, þegar hann kynnti friðartillöguna:
„Um leið og þeir tilkynna í Kænugarði að þeir séu reiðubúnir fyrir þá ákvörðun að kalla herlið sitt til baka frá þessum svæðum og hætta auk þess opinberlega áformum um að ganga í Nató, þá munum við samstundis senda skipun til hermanna okkar um vopnahlé og að samningaviðræður hefjist.“
Kort af Úkraínu. Dökkrauðu svæðin eru héruðin fjögur Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia. Rauða svæðið er Krím. Blátt er landsvæði Úkraínu samkvæmt friðartillögu Pútíns.
Meira en síðasta friðartillaga
Þetta er stærra landsvæði en var með í þeirri friðartillögu sem lögð var fram árið 2022. Þá var Krímskaginn staðfestur sem rússneskt landsvæði og þess krafist að Úkraína myndi ekki ganga í Nató. Á þeim tíma var ekkert minnst á héruðin fjögur sem rússneski herinn réði heldur sagt, að Pútín og Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu myndu ræða ágreininginn og leysa hann.
Núna eru héruðin fjögur orðin hluti af Rússlandi eftir samvinnuferli Rússlands og stjórna héraðanna í stríði sem hefur verið háð allt frá 2014 eftir að löglegri stjórn Úkraínu var steypt af stóli í valdaráni í Kænugarði og sú nýja hóf að ofsækja rússneskt mælandi íbúa í austurhlutanum.
Móðgun við almenna skynsemi
Afstaða Úkraínu Vesturlanda er sú, að lágmarkskrafa til friðar sé að Rússar dragi her sinn alfarið frá landamærunum fyrir stríð, einnig Krímskagans sem var tekinn yfir árið 2014.
Mychajlo Podoljak, ráðgjafi Zelensky, , skrifar á X að tillaga Pútíns sé „móðgun við almenna skynsemi.“
There are no new "peace proposals" from #Russia. Entity Putin has voiced only the "standard aggressor's set", which has been heard many times already. Its content is quite specific, highly offensive to international law and speaks absolutely eloquently about the incapacity of the…
— Михайло Подоляк (@Podolyak_M) June 14, 2024