Stolið fé af Rússum afhent Úkraínu

Leiðtogar G7-iðnaðarríkjanna samþykktu í gær að nota rússneskt fé, sem Vesturlönd hafa lagt haldir á, í stríðinu gegn Rússlandi. Var þetta tilkynnt á yfirstandandi leiðtogafundi G7 á Ítalíu.

Úkraína fær enn um sinn ekki beinan aðgang að þeim milljörðum sem lagt var hald á. Vesturlönd taka þess í stað 50 milljarða dollara lán m.a. til kaupa á drápstólum fyrir Úkraínu. Ávöxtun rússnesku eignanna verður síðan tekin til að greiða vextina af því láni, skrifar BBC. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að tilkynningin sé áminning til Rússa um að „við munum ekki víkja.“

Á myndskeiðinu hér að neðan má sjá kossaflans og vinakjass, þegar Zelenskí kemur á G7 fundinn:

Úkraína þarf allt að 30 milljarða dollara á ári

Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, sem líkt og Volodymyr Zelenskyy forseti er með á G7 fundinum, sagði fyrr í vikunni að Úkraína þyrfti á að halda „allt að 30 milljarða dollara í árlegar fjárfestingar næstu tíu árin.“

Þessir 30 milljarðar eru peningar sem þarf til viðbótar við fjárlög til vopna og hernaðarreksturs. Sagt er að um sé að ræða kostnað við húsbyggingar, eyðingu jarðsprengja, endurreisn mikilvægra innviða, efnahagsbata og orkumál.

Heildarupphæð rússneskra eigna sem lagt var hald á í hinum vestræna heimi nemur um 300 milljörðum dollara sem er sama upphæð og Úkraína biður um á næstu tíu árum. Shmyhal benti einnig á að Úkraína sé með fjárlagahalla sem nemur um 20% af vergri landsframleiðslu og því sé mikilvægt að fá „fyrirsjáanlegan, jafnan og varanlegan stuðning.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa