Öfugt við hvernig fjölmiðlar segja frá málum, þá sýnir nýleg könnun palestínska könnunarfyrirtækisins Palestínska miðstöð stjórnmála- og skoðanakannana „Palestinian Center for Policy and Survey Research, PSR,“ að stuðningur Palestínumanna við Hamas er mjög mikill. Þetta á ekki aðeins við um einræðisstjórn vígamanna á Gaza, heldur einnig um fjöldamorð á gyðingum í október síðastliðnum.
Sú mynd sem dregin er upp í helstu fjölmiðlum Vesturlanda er sú, að aðeins lítil klíka Palestínumanna styðji Hamas og fjöldamorð hryðjuverkasamtakanna á gyðingum þann 7. október í fyrra. Sagt er að yfirgnæfandi meirihluti Palestínumanna sé friðelskandi fólk sem vilji bara fá tveggja ríkja lausn í Miðausturlöndum.
Haldið er áfram að breiða út þennan áróður sem er í hrópandi mótsögn við fyrirliggjandi staðreyndir. Enn á ný staðfesta viðamiklar kannanir að staðreyndir tala öðru máli.
Aukinn stuðningur við stríð og ofbeldi
Stuðningur við hryðjuverkasamtök Hamas er gríðarlega mikill og vaxandi en stuðningur við tiltölulega hófsamari Fatah er lítill og fer minnkandi. Samtímis hefur stuðningur við tveggja ríkja lausn minnkað og stuðningur við vopnaða baráttu til að útrýma Ísrael og stofna palestínskt ríki „frá fjöru til fljóts“ hefur aukist. Mestur er stuðningur við Hamas á Vesturbakkanum 71% en minnstur á Gaza ræmunni 46%. Að meðaltali styðja 61% Palestínumanna hryðjuverkasveitir Hamas.
Yfirgnæfandi meirihluti – 67% Palestínumanna er sannfærður um, að Hamas muni bera sigur úr býtum í núverandi stríði Ísraels og Hamas.
Rétt að myrða 1.200 gyðinga í október
Mikill stuðningur við hryðjuverkasamtökin Hamas felur einnig í sér stuðning við fjöldamorð hryðjuverkasamtakanna á óbreyttum gyðingum í Ísrael þann 7. október á síðasta ári. Yfirgnæfandi meirihluti – 70% Palestínumanna telur að það hafi verið rétt að myrða 1.200 karla, konur og börn, nauðga fjölda kvenna og stúlkna og taka hundruð í gíslingu.
Könnunin var gerð af Palestínsku miðstöð stjórnmála- og skoðanakannana, PSR, á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu á tímabilinu 26. maí til 1. júní 2024. Um könnunina í heild sinni má lesa HÉR.