Þetta eru kannski réttustu tölur ársins í skoðanakönnunum. Alls telja tveir þriðju hlutar Bandaríkjamanna, 66%, að úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðar í ár verði lituð af svindli. Rasmussen Reports hefur gert nýja könnun meðal kjósenda og niðurstöðurnar samsvara fyrra meti í sömu spurningu.
Good Morning !
— Rasmussen Reports (@Rasmussen_Poll) June 13, 2024
Today – Election Integrity
Fully two-thirds of voters are worried that cheating could affect this year’s election, and many of them still don’t trust electronic voting machines. https://t.co/Ph1XOwOXjh pic.twitter.com/9Gl2Qrls1u
Kannski telja svo margir að það verði svindlað af því að demókratar eiga svo erfitt með að stunda heiðarlegar kosningar?
Fjöldi kjósenda treystir ekki talningarvélum
Rasmussen Reports greinir frá því, að tveir þriðju hlutar kjósenda hafa áhyggjur af því, að svindl gæti haft áhrif á kosningarnar í ár og margir þeirra treysta ekki rafrænum talningavélum.
66% líklegra kjósenda í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að úrslit forsetakosninganna verði mörkuð af svindli. Af þeim hafa 40% miklar áhyggjur. 31% hefur ekki áhyggjur. Af þeim hafa 14% engar áhyggjur af svindli í kosningunum.
Vantraust er enn útbreitt á rafrænar kosningavélar vegna möguleika á innbroti í þær á netinu. Um þau mál hafa miðlar fjallað eins og New York Times, NBC News, National Public Radio og aðrar fréttastofur.
44% kjósenda telja líklegt að margar rafrænar talningavélar séu nettengdar í kosningum, þar af telja 21% það mjög líklegt. 35% telja ekki líklegt að kosningavélar séu tengdar við internetið í kosningum, þar af segja 23% að það sé alls ekki líklegt. 20% eru ekki viss.
Hneyksli er komið upp varðandi talningavélar í kosningunum í Puerto Rico 2. júní s.l. samanber X hér að neðan:
Eventually, contract with Dominion Voting Machine is being looked at.https://t.co/XrkXdH4KCk
— Mary Martis (@MaryMartis4) June 13, 2024