Úblástursskattur ropandi og prumandi nautgripa afnuminn á Nýja Sjálandi

Nýja mið-hægristjórnin á Nýja Sjálandi afturkallar „útblástursskatt“ á kýr og sauðfé sem fyrri rauðgræna ríkisstjórnin ákvað með þeim rökum, að skatturinn myndi bjarga loftslaginu.

Þegar nautgripir ropa og prumpa, þá losnar eitthvað af koltvísýringi og metani út í andrúmsloftið. Fv. vinstri stjórn Nýja Sjálands vildi skattleggja þá losun. Það féll ekki í góða jörð hjá bændum landsins sem mótmæltu út um allt land. Ný ríkisstjórn og minna vinstri afturkallar lögin og fellir niður hinn óvinsæla skatt. Það var tilkynnt í vikunni.

Segjast skilja vindlosunarþarfir búfénaðarins

Þess í stað ætlar stjórnin að beina augum að „praktískum verkfærum og tækni“ til að draga úr losun landbúnaðarins. Stjórnmálamennirnir er loksins að átta sig á þeirri staðreynd, að nautgripir og sauðfé losa vind og því verður ekki breytt. Nautgripir og sauðfé verða því undanskilin viðskiptakerfi landsins með losunarheimildir. Todd McClay, landbúnaðarráðherra, segir í yfirlýsingu:

„Það þýðir ekkert að senda störfin og framleiðsluna til útlanda, þegar minna kolefnisnýtin lönd framleiða matinn sem heimurinn þarfnast. Þess vegna einbeitum við okkur að því að finna hagnýt verkfæri og tækni fyrir bændur til að draga úr losun á þann hátt, sem dregur ekki úr framleiðslu eða útflutningi.“

Nýja ríkisstjórnin tilkynnir, að hún muni þess í stað fjárfesta jafnvirði 40 milljarða íslenskra króna til að þróa losunarminnkandi tækni fyrir landbúnaðinn. Samhliða verða veittir auknir rannsóknarstyrkir til rannsóknastöðvar gróðurhúsalofttegunda og finna aðrar leiðir til að draga úr losun frá landbúnaði.

Skattlausir græningjar

Afnám prumpuskattsins er ósigur fyrir Jacinda Ardern, fyrrverandi forsætisráðherra, sem lagði virðingu sína við lögin sem talin voru nauðsynleg til að hægja á hlýnun jarðar. Áttu lögin að stuðla að „grænum umskiptum yfir í loftslagsvænt kjöt.“

Talskona græningja Nýja Sjálands, Chloe Swarbrick, sagði í yfirlýsingu, að ákvörðun nýju ríkisstjórnarinnar slái bara nauðsynlegum loftslagsaðgerðum á frest.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa