Nýtt skref tekið fyrir alræði ríkisvaldsins: Stafrænn passi / seðlaveski ESB kynnt í Svíþjóð

Henrik Ardhede sérstakur rannsakandi (t.v.)ásamt Erik Slottner, ráðherra opinberrar stjórnsýslu (t.h.) kynna rannsókn á stafrænum skilríkjum. (Skjáskot: Blaðamannafundur sænsku ríkisstjórnarinnar).

Stafræn þróun á sér stað um allan heim, ekki hvað síst varðandi greiðslur og auðkenni einstaklingsins. Ríkisstjórn Svíþjóðar boðaði til blaðamannafundar til að kynna næsta skref í vinnunni við að innleiða stafræn auðkenni ásamt stafrænu veski.

Á þjóðhátíðardegi Íslendinga var haldinn blaðamannafundur með Erik Slottner, ráðherra opinberra stjórnsýslu og Henrik Ardhede, sérstökum rannsakanda ríkisstjórnarinnar til að leggja grunn að stafrænum auðkennum og seðlaveski einstaklingsins.

Blaðamannafundurinn fjallaði um þann hluta starfsins sem snýr að „stafræna veskinu.“ Um er að ræða stafræn skilríki með persónuupplýsingum viðkomandi einstaklings auk ökuskírteinis og ýmissa skírteina og vottorða, meðal annars bólusetningarvottorðs. Í desember 2022 lét ríkisstjórnin framkvæma rannsókn, undir forystu Ardhede, til að koma með tillögu um hvernig hægt væri að innleiða stafrænu auðkennin / veskið í Svíþjóð.

Frumkvæðið kemur upphaflega frá ESB og mörg ríki hafa þegar tekið kerfið í notkun. ESB hefur þegar birt eIDAS II reglugerðina (sjá pdf að neðan). Nú vill Slottner innleiða stafræna alræðið í Svíþjóð. Ráðherrann sagði:

„Við erum mjög áhugasöm um að kynna stafræna veskið í Svíþjóð, þar sem við munum geta auðkennt okkur alls staðar í ESB og á innri markaðnum og þannig komist skrefi nær framtíðarsýninni um landamæralausa Evrópu þar sem fólk, vörur, þjónusta og fjármagn geta flætt um og hreyft sig frjáls.“

Fengið frá World Economic Forum

Hans Erixon, sérfræðingur í málefnum World Economic Forum, WEF, er lítið hrifinn af því sem fram kom á blaðamannafundi sænsku ríkisstjórnarinnar. Í byrjun júní sagði hann í viðtali við sænska miðilinn Frelsisfréttir:

„Þetta snýst um stafrænu auðkennin. Stafræna veskið er hluti af þessu en er sett fram á sérstakan hátt. Kynningunum er skipt í mismunandi hluta, þannig að óljósara verður um hvað málið snýst.“

Fullyrðingin um að þetta verði sjálfviljugt fyrir einstaklinginn telur Erixon engan veginn standast:

„Þeir tala um að þetta sé sjálfviljugt, en þeir fylgja ályktun SÞ um að allir jarðarbúar eiga að hafa stafræn auðkenni fyrir árið 2030. Allt tal um „frjálsan vilja“ er bara bull. Þetta er það sem ég kalla „aðferð mauraskrefanna.“ Að framkvæma hlutina í mörgum litlum skrefum. Þeir eru mjög góðir í því.“

Yfirlýsingu Slottners um „landamæralausa Evrópu“ tengir Erixon beint við markmiðin sem Klaus Schwab, stofnandi WEF, kynnti. Ráðherrann viðurkenndi það líka fyrir ESB-kosningarnar, þegar Erixon náði tali af Slottner:

„Það er svo augljóst, hvað þeir vilja, sérstaklega Kristdemókratar en líka Moderatar og Frjálslyndir. Þeir vilja engin þjóðríki eða landamæri, en þeir vilja hafa Evrópu sem eitt svæði samkvæmt sýn Klaus Schwab. Þetta er að mestu leiti afritað frá World Economic Forum, staf fyrir staf.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa