Elon Musk sendir mannkyninu brýna viðvörun

Elon Musk hefur gefið út sterka viðvörun um framtíð mannkyns: „Ef það er ekkert fólk, þá er ekkert mannkyn.“

Musk talaði um lækkandi fæðingartíðni og sagði að við ættum að hafa „miklar áhyggjur“ þar sem fæðingartölur „snarminnki í flestum löndum.“ Samkvæmt Musk verða afleiðingarnar skelfilegar.

Útrýmingarhreyfing græningja

Þessu næst varaði Musk við „útrýmingarhreyfingunni“:

„Í eins konar öfgafullri birtingarmynd á hreyfingu umhverfisverndarsinna, þá er byrjað að líta á fólk sem plágu á yfirborði jarðar; í grundvallaratriðum slæman hlut. Afleiðingarnar eru að ef allt fólk hyrfi, þá væri jörðin á einhvern hátt betur sett.”

Musk útfærði hina hættulegu hugmyndafræði og sagði:

„Ég held að á grundvallarstigi sé hægt að hugsa um hluti sem baráttu milli útþenslu- og útrýmingarhugmynda. Það er það sem raunverulega skiptir máli. Ef menn deyja út eða siðmenningin hrynur, þá skiptir engu máli hvaða stefnu við höfum.“

Farið og fjölgið yður

Musk lagði áherslu á að lífsafkoma og stækkun mannkyns væru nauðsynleg fyrir áframhaldandi siðmenningu og meðvitund:.

„Við verðum að hafa heimspeki stækkunar fyrir siðmenninguna og fyrir meðvitundina. Við verðum finna leiðir til að ganga lengra en við höfum gert í fortíðinni til að fjölga mannfólkinu. Á einn eða annan hátt verður það að gerast.“

Fulltrúi Cato stofnunarinnar spurði Musk.:

„Svo, lokaboðskapurinn er að fara fjölga sér?“

Musk svaraði hlæjandi og með bros á vör:

„Já. Farið og fjölgið yður.“

Hér má sjá viðtalið í heild sinni:

Copyright 2023 vigilantnews

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa