Forstjóri Ryanair: „Algjört svindl, þetta eru ekki flóttamenn“

Forstjóri Ryanair, Michael O’Leary, vísar hæliskerfinu á bug sem „algerri sýndarmennsku“ sem einstaklingar notfæra sér sem „eru ekki flóttamenn.“ Þeir koma frá öruggum löndum og sturta síðan vegabréfunum sínum niður í klósettið, að sögn O´Learys.

Það var í þætti á útvarpsstöðinni Newstalk sem O’Leary deildi með hlustendum og áhorfendum reynslu sinni um hvernig hæliskerfið virkar. Hann var spurður að því, hvernig fólk getur komið til Írlands með Ryanair flugi án þess að hafa viðeigandi skjöl eða geta sannað deili á sér. Svar Michael O’Leary var:

„Já vegna þess að þeir sturta þeim niður í klósettið, áður en þeir koma á flugvöllinn í Dublín.“

Fólk er ekki að flýja ofsóknir í Bretlandi eða Þýskalandi

Beðinn um að útskýra hvað hann meinti sagði O’Leary:

„Þeir koma hingað […] þetta er algjört svindl og þetta eru ekki flóttamenn. Einn af þeim hlutum sem reitir mig til reiði á Írlandi er að við komum fram við fólk sem flóttafólk sem kemur frá Bretlandi eða Frakklandi. Enginn kemur til Írlands frá Afganistan eða frá Kenýa eða frá Nígeríu eða frá Sýrlandi í beinu flugi vegna þess að þau finnast ekki og ekki er fólk að flýja ofsóknir í Bretlandi eða Þýskalandi.“

Hefur samúð með alvöru flóttamönnum

Á sama tíma vottaði forstjóri Ryanair samúð með því fólki sem er raunverulegt flóttafólk:

„Við eigum að sjá um flóttamenn, ég hef mikla samúð með Úkraínumönnum, en fólk sem kemur hingað frá Bretlandi, Frakklandi eða öðrum ESB löndum eigum við að senda til baka og segja: Farðu aftur til ESB-landsins sem þú komst frá.“

O’Leary sagði að fölsku flóttamennirnir hafi skjöl þegar þeir fara um borð í Ryanair flugvélina en þegar þeir fara út hafi þeir „rífið eða sturtað skjölunum niður á klósettin.“ Þá er ekki hægt að rekja þá til þess ESB-lands sem þeir voru í áður en þeir komu til Írlands.

Írland hefur lengi verið þjáð af miklu hömlulausum fjöldainnflutningi innflytjenda í leit að betra lífi, sem flæða inn í landið og setja upp stórar tjaldbúðir í kringum helstu borgirnar. Sérstaklega hefur höfuðborgin Dublin átt undir högg að sækja, skrifar ZeroHedge.

Svindlið ekki einangrað við Írland

Jafnframt er greint frá því að innflutningur falskra flóttamanna sé engan veginn einangrað við Írland og dæmi tekin frá innflytjendayfirvöldum í Þýskalandi um að meirihluta þeirra sem leita hælis í landinu skorti skjöl sem sanna auðkenni þeirra, aldur og upprunaland. Þeim hefur fjölgað frá því í fyrra.

Jafnvel í Svíþjóð hefur ítrekað verið greint frá því að innflytjendur eyðileggja vegabréf sín og önnur skjöl áður en þeir skrá sig hjá sænsku innflytjendastofnuninni. Ástæðan er sú að fólkið skortir raunverulegar forsendur fyrir hælisumsókn sinni og vill leyna því.

Viðtalið við Michael O’Leary á Newstalk má sjá hér að neðan.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa