Svindlið í græna orkubransanum: Fyrirtæki stofnuð til að stela ríkisstyrkjum

Glansinn yfir sólarorku er að hverfa fyrir viðskiptavinina, þegar enn eitt sólarorkufyrirtækið hverfur af sjóndeildarhringnum vegna þess að það gat ekki staðið við loforð sín til neytenda. Fyrirtækið Titan Solar sagði starfsmönnum sínum þann 13. júní að það væri að loka vegna þess að enginn vildi kaupa fyrirtækið að sögn Time. Titan hefur sett sólarrafhlöður á meira en 100.000 heimili og óvíst hvað verður með þær, þegar enginn verður til að viðhalda þeim.

Á árunum 2023 og 2024 fram að þessu hafa 16 stór sólarfyrirtæki farið í gjaldþrot að sögn Solar Insure.

Time greindi frá því, að 100 staðbundnir aðilar sem unnu að uppsetningu sólarorkufleka fóru á hausinn árið 2023. Aðrir eru á barmi gjaldþrots. Time greindi frá því að fyrirtækið SunPower sagði í desember, að „verulegur vafi“ væri á því að það gæti haldið störfum áfram. Hlutabréfaverð sólarorkufyrirtækjanna SunRun og Sunnova hefur fallið um meira en 85% frá árinu 2020.

Þegar Andrew Follett hjá National Review kannaði stöðu sólarorkuiðnaðarins skrifaði hann:

„Bandaríkjamenn hafa ekki fengið mikið út úr gríðarlegri eyðslu Biden í sólarorku fyrir utan sundrað rafmagnsnet og stóraukna hættu á rafmagnsleysi.



Andrew Follet skrifaði að orkugjafir Joe Biden forseta „hafa alfarið mistekist.“
Follett bendir á, að sólarorkan hvílir á grunni styrkja frá Bandaríkjastjórn fyrir endurnýjanlega orku sem innihélt 369 milljarða dala til lækkunar verðbólgu og 550 milljarða dala fjárfestingar í innviðum og störfum ofan á 450 milljarða dala fjárfestingu í grænni orku, allt greitt með skattfé árin 2010 – 2019.

Follet bendir á, að styrkir Bandaríkjastjórnar hafi leitt til:

„Flóðs skuggalegra sólarfyrirtækja eins og Sunnova, sem var sakað um að þrýsta á aldraða heilabilunarsjúklinga til að skrifa undir dýra, áratuga samninga um sólarrafhlöður eftir að fyrirtækið fékk 3 milljarða dollara lán frá Biden-stjórninni.”

Í fyrrahaust greindi Fox News frá því, að ný skýrsla Biden-stjórnarinnar sýndi, að endurnýjanlegir orkugjafar eins og vind- og sólarorka séu 21% af bandarískri raforkuframleiðslu. Endurnýjanlegir orkugjafar fengu stærstan hluta alríkisstyrkja eða 83,8 milljarða dollara.

Repúblikaninn John Barrasso frá Wyoming, flokksmaður í orku- og auðlindanefnd öldungadeildarinnar sagði:

„Demókratar hafa í mörgu ár haldið því fram, að tækni eins og sólarorka sé ódýrari en kol, olía, jarðgas og kjarnorka. Þessi skýrsla sýnir fram á, að sólarorka er að verulegu leyti háð miklum styrkjum skattgreiðenda.“

„Bandarískar fjölskyldur borga of mikið fyrir orkuna undir ríkisstjórn Bidens. Þær ættu ekki að þurfa að greiða af hart fengnum peningum sínum til að styrkja sérhagsmuni. Sólarorkan ætti að keppa um sölu á markaðnum, ekki um ríkisstyrki í Washington.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa