Noregur, Svíþjóð og Finnland verða „hergangur“ fyrir Bandaríkin í þriðju heimsstyrjöldinni

Myndin sýnir yfirtöku Bandaríkjanna á herstöðvum Svíþjóðar samkvæmt nýsamþykktum varnarsamningi Svíþjóðar og Bandaríkjanna.

Ef þriðja heimsstyrjöldin brýst út munu Bandaríkin nota Norðurlöndin Noreg, Svíþjóð og Finnland sem „flutningagang.“ Sú ákvörðun var kynnt á fundi Nató í Bodø í Noregi dagana 19.-20. júní að sögn TT/NTB.

Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs sagði á blaðamannafundi:

„Við getum unnið saman á allt annan hátt núna til að verja hvert annað, þegar við erum öll í Nató.“

Markmið ganganna er að flytja hermenn og birgðir fljótt frá norskum höfnum til austurvígstöðvanna.

Á fundinum í Bodø fengu Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Alexander Stubb Finnlandsforseti og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, meðal annars að fara í stríðsleik, sigla á gúmmíbát og fara um borð í norska strandgæsluskipið KV Svalbard.

Varnarmálaráðherrar Noregs, Svíþjóðar og Finnlands mættu einnig á Natófundinn skrifar TT.

Hin íslausa höfn Narvíkur í Norður-Noregi verður aftur mikilvæg staðsetning í þriðju heimsstyrjöldinni.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa