Hernaðarbandalag myndað innan ESB til að leiða stríðið gegn Rússlandi

ESB-kosningunum er lokið og þingmenn valdir á Evrópuþingið. Núna sýnir það sig, að margir flokkanna hafa sameinast í glóbalískt bandalag. Að sögn Viktors Orbáns forsætisráðherra Ungverjalands er þetta „hernaðarbandalag sem ætlar að fara með Evrópusambandið í stríð gegn Rússlandi.“ Ekkert var minnst á slíkt hernaðarbandalag í kosningunum og því ekki kosið um, hvort ESB ætti að mynda slíkt hernaðarbandalag til að fara í stríð við Rússland.

Í ESB-kosningum bættu fullveldissinnar, íhaldsmenn og flokkar sem gagnrýna ESB mjög við fylgið. Franska Þjóðbandalagið varð stærsti einstaki flokkurinn á öllu ESB-þinginu og flokkshópurinn „Identity and Democracy, ID“ stækkaði um mörg þingsæti. Frjálslyndi-íhaldssami flokkshópurinn „European People’s Party, EPP, varð einn sá stærsti á ESB-þinginu.

Bandalag þriðju heimsstyrjaldarinnar og fjöldainnflutnings

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, varar við því, að EPP ásamt vinstri og frjálslyndum, séu að stofna hernaðarbandalag á ESB-þinginu. Hernaðarbandalagið mun vinna að því að hrinda Evrópu út í þriðju heimsstyrjöldina við Rússland ásamt því að halda áfram fjöldainnflutningi til Evrópu. Þetta segir hann í útvarpsviðtali sem Budapest Times endurgerir.

Leiðtogi nýju bandalagsins verður Manfred Weber, EPP, (sjá mynd). Orbán segir hann vera „and-ungverskan“ með það eina markmið að „skaða Ungverjaland.“

Samkvæmt Orbán eru flokkarnir sem eru hluti af EPP að tapa fylgi vegna glóbalismans sem leiðtogarnir mæla fyrir. Í stað þess að breyta um stefnu ýtist flokkshópurinn stöðugt lengra til vinstri sem þýðir að þeir munu fara að berjast við vinstri flokkana um fylgi.

Ungverjaland mun ekki beygja sig

Orbán gerir fullkomlega ljóst, að hann muni hvorki leyfa, að Ungverjaland dragist með í stríðið né að landið verði tilneytt að taka við farandfólki. Ungverjaland tekur við formennsku í ESB 1. júlí næstkomandi og mun gegna því embætti í hálft ár, sem glóbalistunum í ESB er vægast sagt í nöp við.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa