Alþjóðaefnahagsráðið WEF með valdaráðstefnu í Kína

Frá ársfundi „Nýju meistaranna“ í Dalian, Kína. (Skjáskot WEF frá fundinum í dag).

Hafinn er ársfundur „Nýju meistaranna“ í Dalian, Kína, þar sem búist er við þátttöku 1.600 valdhafa. Meðal samstarfsaðila ráðstefnunnar eru lyfjarisarnir Pfizer og Astra Zeneca, fjárfestingarfélagið BlackRock, Google og Bill & Melinda Gates Foundation. Chen Shaowang, borgarstjóri, lofar að Dalian mun auka áhrif WEF með hreinskilni sinni og þátttöku.

Alþjóðaefnahagsráðið er þekkt fyrir árlega leiðtogafundi sína í Davos í Sviss. Áhrifamiklir leiðtogar og samtök víðs vegar að úr heiminum koma saman til að ræða og setja dagskrána fyrir þau málefni sem á að einbeita sér að til þess að ná stjórnmálalegum áhrifum.

Ráðstefnan í Davos er þó ekki eini glæsti viðburðurinn. Dagana 25. – 27. júní er haldin 15. Ársfundur „Nýju meistaranna“ í Dalian, Kína, með tæplega 1.600 þátttakendum frá 80 löndum. Stofnandinn Klaus Schwab segir:

„Frammi fyrir áður óþekktum alþjóðlegum áskorunum er ekki hægt að ofmeta kraft samvinnu og nýsköpunar. Við munum bjóða upp á einstakan vettvang fyrir leiðtoga til að hittast, deila hugmyndum og finna framsýnar lausnir fyrir framtíð alþjóðahagkerfisins.“

„Kína er vél hagvaxtar í heiminum“

Pan Jiang, forstjóri kínversku deildar alþjóðlegrar samvinnu hjá Þjóðarþróunarnefndinni, fullyrðir:

„Með öflugri samræðu og samvinnu miðar ráðstefnan að því að skapa sameinaða framtíðarsýn fyrir þróunina. AMNC 2024 mun setja glæsilegan árangur Kína í efnahags- og félagsmálum á oddinn með fullum krafti gegnsæi á háu plani. Alþjóðasamfélaginu verða kynnt þau tækifæri sem saga nútímavæðingar Kína býður upp á.“

Samkvæmt Liming Chen, sem er í forsvari „Stóru-Kína“ deildar World Economic Forum:

„Asía er vél alþjóða hagvaxtar með Kína sem stærsta einstaka þátttakanda. Ráðstefnan veitir tímabært tækifæri til sameiginlegrar eflingu á möguleikum kraftmikillar nýsköpunar og til að skapa skilyrði fyrir sjálfbæra efnahagsþróun á svæðinu og víðar.“

World Economic Forum skrifar í fréttatilkynningu:

„Þessi fundur í Asíu, svæði sem heldur áfram að knýja tvo þriðju af öllum hagvexti á heimsvísu, mun gera leiðtogunum kleift að vinna saman og kynna leiðir til að örva og viðhalda jákvæðum efnahagslegum skriðþunga.“

Nýtt hagkerfi fyrir heiminn – samtenging loftslagsmála við náttúru og orku

Ráðstefnan í ár er byggð upp í kringum eftirfarandi sex meginatriði:

  • Nýtt hagkerfi fyrir heiminn
  • Kína og heimurinn
  • Frumkvöðlar á tímum gervigreindar
  • Ný landamæri iðnaðar
  • Fjárfesting í fólki
  • Samtenging loftslags, náttúru og orku

Stærstu hrægammasjóðir Wall Street eru viðstaddir

Meðal samstarfsaðila sem World Economic Forum telur upp eru BlackRock, Goldman Sachs, Google, Amazon, Pfizer, Astra Zeneca, Bill & Melinda Gates Foundation og Coca Cola Company.

Ennfremur hefur ráðstefnan ekki einstakan fundarstjóra, heldur „tíu alþjóðlega meðstjórnendur,“ þar á meðal Faisal Alibrahim, efnahags- og skipulagsráðherra Sádi-Arabíu, Bonnie Chan Yiting, forstjóra „Hong Kong Exchanges and Clearing,“ Jeffrey Lu Minfang, varaformann kínverska Mengniu-hópsins og Amina Mohammed aðstoðarfaðalritara Sameinuðu þjóðanna. Chen Shaowang borgarstjóri Dalian sagði:

„Dalian mun auka áhrif WEF með hreinskilni sinni og þátttöku, auka áhrifin með efnahags- og viðskiptasamskiptum, varpa ljósi á einkenni tækniþróunar nýja tímans, grænna umskipta, orkusparnað og koltvísýringslækkun, dýpka menningarskipti með menningu sem tæki og endurspegla gæði borgarinnar með áhrifamikilli þjónustu.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa