Hugtök eins og „öfgahægri“ eða „yst til hægri“ eru algjörlega órökrétt. Það segir bandaríski prófessorinn Jeffrey Sachs í nýju viðtali. Í dag eru það ekki þjóðernissinnar í Evrópu sem eru hernaðarsinnaðir heldur „grænir“ vinstri menn, bendir hann á.
Í viðtali við „Dialogue Works“ er bandaríski hagfræðiprófessorinn Jeffrey Sachs er spurður spurninga um ESB-kosningarnar, þar sem „öfgahægri“ eða „yst til hægri“ eins og megin fjölmiðlar orða það unnu mjög á. Það er að segja fullveldissinnaðir flokkar.
Sachs skilur ekki einu sinni hvað er átt við með þessum orðum lengur.
Hverjir eru það eiginlega sem eru „öfgafullir?“ Sachs segir:
„Ég veit ekki einu sinni hvað öfgahægri þýðir í þjóðfélagsumræðunni núna. Stór hluti þeirra sem sagðir eru vera öfgahægri vill stöðva stríðið. Áður fyrr voru öfgahægrimenn hernaðarsinnaðir. Núna eru það þeir grænu. Hver er mest fylgjandi stríð í Evrópu? Það eru Græningjar í Þýskalandi. Svo hvað þýða þessi orð lengur? Þau eru algjörlega órökrétt.“
Sjá má bút úr viðtalinu á X hér að neðan og þar fyrir neðan viðtalið í heild sinni: