Alþjóðleg borgarastyrjöld „á milli glóbalista og óvina þeirra“ er í aðsigi í heiminum. Sá eini sem getur stöðvað það er Donald Trump, segir rússneski heimspekingurinn Alexander Dugin (sjá myndskeið á X að neðan).
Það er í viðtali við „New Rules Geopolitics“ sem rússneski heimspekingurinn Alexander Dugin talar m.a. um nýtt hlutverk Rússlands í heiminum.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nýlega heimsótt Norður-Kóreu og Víetnam. Á sama tíma hafa Rússar sent herskip til Kúbu. Hvað þýðir þetta? Hver er boðskapur Rússlands? Alexander Dugin segir:
„Þetta eru skilaboðin: Rússland er komið tilbaka. Þér getur líkað við það eða að þú leggst gegn því en við erum komin aftur. Við höfum að eilífu yfirgefið viðhorf okkar um hin kurteisu, hliðhollu vestrænu og frjálslyndu stjórnmál tíunda áratugarins.“
Héðan eftir munu Rússar slá til baka
Alexander Dugin heldur áfram:
„Við munum nýta alla okkar getu á heimsvísu. Ekki aðeins í Asíu með Norður-Kóreu, með efnahagslegu sambandi okkar við Kína, heldur einnig með sambandi okkar við Indland, við íslamska heiminn, við Afríku, við Rómönsku Ameríku, við vestræna hópa íbúa sem hata glóbalismann eins og við.“
„Ég held að þetta sé upphaf alþjóðlegrar borgarastyrjaldar. Ekki þjóð gegn þjóð heldur eitthvað algjörlega nýtt: borgarastyrjöld milli glóbalista og óvina þeirra á heimsvísu.“
Aðeins Trump getur stöðvað styrjöldina
Það eina sem getur komið í veg fyrir þetta stríð er að Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna aftur:
„Sá eini sem getur bjargað mannkyninu frá þessu og hinni stýrðu stigmögnun er Donald Trump. Hann er sá leiðtogi á Vesturlöndum sem enn er virtur.“
Dugin telur einnig að Rússar eigi að aðstoða fólk við að „taka stöðu gegn glóbalísku elítunni á Vesturlöndum.“
Sjá má og heyra viðtalið við Alexander Dugin á myndskeiðinu hér að neðan: