Prófessor og loftslagsfræðingur: Engar vísbendingar um loftslagsslys

Hinn virti prófessor Ole Humlum telur að engar sannanir séu fyrir því að loftslagsslys sé í gangi eða yfirvofandi. Hann fullyrti þetta og studdi það með staðreyndum á netráðstefnu á miðvikudag á vegum írsku loftslagsvísindastofnunarinnar „Irish Climate Science Forum.“

Samnytt segir frá: Humlum hefur gegnt mörgum mikilvægum stöðum og sinnt mörgum verkefnum í háskólum, á söfnum og rannsóknastofnunum í mörgum löndum. Margar þessar stofnanir hafa unnið við loftslagsrannsóknir. Hann hefur nýlega tekið saman umfangsmikla skýrslu með gögnum um veður og loftslagið til að geta lagt vísindalegt mat á ástand loftslags jarðar (sjá pdf að neðan).

Tíundu og hundruðustu hlutar gráðu

Ályktanir sem hann dregur eru þær, að þeir sem vara við og óttast alþjóðlegt loftslagsslys, hafa ekki mikið til málanna að leggja. Tölur sýna að meðalhiti á heimsvísu hefur hækkað um hóflega 0,15 gráður á áratug. Fyrir höfin er samsvarandi tala um það bil 0,037 gráður.

Humlum setur einnig spurningarmerki við fullyrðingar um að ný afbrigði El Niño og La Niña séu á einhvern hátt afbrigðileg eða að magn koltvísýrings, CO2, í andrúmsloftinu sé fyrst og fremst af mannavöldum.

Enn fremur vill hann draga úr áhrifum meintrar hækkunar yfirborðs sjávar og að breytingar á hafsvæðum í kringum norðurskautið og Suðurskautslandið yrðu skelfilegar. Hann telur að þróun hitabeltisstorma og fellibylja og úrkomu á heimsvísu hafi ekki svo mikla þýðingu að það sé né sérstakt áhyggjuefni.

Harðar staðreyndir og athuganir

Humlum styður fullyrðingar sínar með hörðum staðreyndum og eina ályktunin sem hægt er að draga af þessum athugunum er sú, að engar sannanir séu fyrir neinu meintu „loftslagsslysi sem ógni tilvist mannkyns.“ Þvert á móti er staðan þannig, að engin ástæða er til að ganga um með loftslagskvíða.

Áætlað er að sjávarborð hækki á heimsvísu um 15-20 cm fram til ársins 2100. Hafísinn á norðurslóðum er ekki að hverfa. Ekki heldur snjóbreiður og snjómagn. Breytingar á vindi og stormi eru innan eðlilegra marka. Úrkoman minnkar ekki þannig að stefni í þurrk heldur sýnir þess í stað hækkun frá 1900.

Að sögn Humlum eru þær litlu loftslagsbreytingar í formi hlýnunar lofthjúps og sjávar sem merkjast, líklegast til komnar vegna þess að skýjabreiður hafa minnkað nokkuð síðan 1980.

Ingemar Nordin, aðalritstjóri Loftslagupplýsinganna „Klimatupplysningen“ sem einnig er prófessor emeritus í heimspeki tók þátt á ráðstefnunni. Á vefsíðunni vísar Nordin einnig til glæsilegs ferils Ole Humlum. Meira um starfsferil Humlum má finna á Wikipedia.

Hér að neðan má sjá ráðstefnuna í heild sinni og þar fyrir neðan pdf með fyrirlestri og skjámyndu Ole Humlum:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa