Ungverjaland styður ekki áframhaldandi setu Ursula von der Leyen, sem forseta framkvæmdastjórnar ESB, að því er Hungary Today greinir frá. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, fullyrðir í færslu þann X, að uppgjörið um völdin í ESB grundvallist á „lygabandalagi.“
Lagt er til að Ursula von der Leyen sitji áfram sem forseti framkvæmdastjórnar ESB í fimm ár til viðbótar. Ungverjaland sem er á móti uppgjöri vinstri-frjálslynda hópsins EPP segir uppgjörið vera skömm í hattinn hjá viðkomandi flokkum.
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, segir EPP blekkja evrópska kjósendur með því að taka atkvæði íhaldssamra í ESB-kosningunum og fara síðan með þau í vinstri beygju. Enn fremur kallar hann flokkabandalagið sem hefur verið myndað „bandalag lyga og svika“ að sögn Interfax. Viktor Orbán segir (sjá X að neðan):
„Þetta er augljós valdníðsla og við höfum enga ástæðu til að styðja slíka valdníðslu.“
Orbán telur einnig, að reglum réttarríkisins hafi verið beitt pólitískt og flokksbundið gegn Ungverjalandi. Hann skrifar á X:
„Evrópsku kjósendurnir hafa verið blekktir. EPP myndaði lygabandalag með vinstri og frjálslyndum. Við styðjum ekki þennan skammarlega samning!“