Sænski erkibiskupinn: Bænakall úr moskum er „auðgandi“ fyrir Svíþjóð

Á miðvikudaginn tók Martin Modéus erkibiskup Svíþjóðar þátt í samtali á hinni árlegu stjórnmálaviku sem haldin er í Almedalen á Gotlandi. Samtalið snerist meðal annars um það hvort sænska kirkjan sé vinstrisinnuð og einnig um stöðu íslams í Svíþjóð. Aðspurður hvort Svíar ættu að venjast bænaköllum múslima svaraði erkibiskupinn, að þau ættu sér stað í Svíþjóð og að sænska kirkjan yrði að vera hjálpleg til að aðstoða trúendur íslams að iðka trú sína.

Karin Olsson aðstoðarritsjóri Expressen ræddi við erkibiskup Martin Modéus umi hugleiðingar hans um stöðu sænsku kirkjunnar og hlutverk hennar gagnvart öðrum trúarbrögðum eins og íslam. Rætt var um hvort kirkjunni tækist að vaxa á ný eftir nokkurra ára safnaðarflótta. Að mati Modéus hafði flóttin frá kirkjunnu aðeins hægt á sér miðað við fyrri ár.

Erkibiskupinn hafnaði þeirri fullyrðingu, að sænska kirkjan væri orðin vinstri sinnuð og varði afstöðu kirkjunnar með „sjónarhorni Jesús“ á tilteknum málum. Í Svíþjóð er kirkjan rekin af stjórnmálaflokkunum og eru sérstakar kirkjukosningar haldnar. Varðandi stjórnmálaþátttöku sænsku kirkjunnar sagði Modéus:

Í langflestum pólitískum málum hefur kirkjan enga afstöðu, því þau mál eru utan starfssvæðis kirkjunnar. En það er ákveðinn fjöldi svæða, sem venjulega er vitnað í, þar sem kirkjan hefur í rauninni eitthvað að segja frá sjónarhorni Jesús.

Bænaköll úr moskum sjálfsagt í Svíþjóð

Karin Olsson spurði hvort meirihluti íbúa ætti að venjast bænaköllum múslima og samþykkja slíkt enn frekar. Modéus svaraði:

„Það er á ábyrgð trúarbragða sem eru í meirihluta að skapa pláss fyrir aðra og hjálpa hinum trúfélögunum að fá pláss.“

Erkibiskupinn segir jafnframt að hann vilji heyra bænakall múslima og að sænska kirkjan beri ábyrgð á því að íslamvæðing geti átt sér stað í Svíþjóð:

„Það er á okkar ábyrgð að búa til rými fyrir önnur trúarbrögð í samfélaginu. Ég tel að bænaköll eigi rétt á sér og við verðum að skilja að þau eru til í Svíþjóð. Að hafa svo mörg sjónarhorn stuðlar að ríkidæmi Svíþjóðar.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa