Bólusetja á Finna gegn fuglaflensu sem enginn hefur

Engin tilfelli af fuglaflensu hafa fundist meðal manna í Finnlandi og afar sjaldgæft að menn fái þá flensu. Engu að síður hefur Finnland byrjað að bólusetja fólk gegn fuglaflensu og hefur keypt 10.000 skammta.

Finnland verður fyrsta land í heiminum til að bólusetja fólk gegn fuglaflensu, segir í frétt Aftonbladet. Hingað til hafa verið keypt bóluefni fyrir 10.000 Finna sem eru taldir vera í „áhættuhópnum.“ Fólk sem kemst í snertingu við fugla og önnur villt dýr er sérstaklega hvatt til að láta bólusetja sig.

Yfir hálf milljón skammta

Í sumar skrifaði viðbúnaðarstofnun ESB gegn faröldrum undir samning um að kaupa 665.000 skammta af fuglaflensubóluefninu. Samkvæmt Aftonbladet hefur Svíþjóð hins vegar valið að vera ekki með í sameiginlegum innkaupum.

Spurningin er hvort bólusetning gegn fuglaflensu sé raunverulega nauðsynleg. Það er afskaplega fáheyrt, að nokkur einstaklingur smitist af fuglaflensu og enn sem komið er, þá hefur ekki einn einasti maður fundist sem hefur smitast af veirunni í Finnlandi.

Sú staðreynd að Finnland er fyrsta landið í heimi til að hefja bólusetningar fólks gegn fuglaflensu er sögð vera vegna þess, að í landinu eru mörg loðdýrabú. Að mati finnsku lýðheilsunnar er mikil hætta á að dýrin á bæjunum komist í snertingu við villt dýr.

Sjá nánar hér

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa