Orban myndar flokkshóp „Föðurlandsvina í Evrópu“

Föðurlandsvinir í Evrópu frá vinstri: Andrej Babis fv. forsætisráðherra Tékklands, Herbert Kickl leiðtogi Frelsisflokks Austurríkis og Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.

Í kjölfar kosninganna til ESB-þingsins, þar sem fullveldissinnar og föðurlandsvinir unnu stórsigur, þá kynnir Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, myndun nýs flokkahóps á ESB-þinginu: „Föðurlandsvinir í Európu.“ Auk Fidesz munu íhaldssamir þjóðarflokkar í Austurríki og Tékklandi vera með og reynt er að fá fleiri flokka með í hópinn.

Eftir margra ára áreitni og hótanir um útilokun frá meðal annars Móderötum í Svíþjóð, þá kaus Fidesz Orban að yfirgefa flokkshóp íhaldsmanna og kristilegra-frjálslyndra, EPP, á ESB-þinginu árið 2021. Síðan þá hefur flokkurinn verið án bandamanna innan ESB þar til núna, að stofnaður er nýr flokkshópur á þinginu.

Auk Fidesz flokks Orbáns í Ungverjalandi eru Frelsisflokkur Austurríkis, FPÖ, undir forystu Herberts Kickl og Action for Dissatisfied Citizens, ANO, undir forystu Andrej Babis, fyrrverandi forsætisráðherra Tékklands, með í nýja hópnum.

Fleiri hafa áhuga

Flokkur Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, SMER, er sagður bætast í hópinn. Fico var nýlega fórnarlamb morðtilraunar. Flokkurinn Pólsk lög og réttlæti, PiS, undir forystu Jarosław Kaczynski, er einnig talinn ganga til liðs við hópinn.

Þá eru vonir bundnar við að slóvenski lýðræðisflokkur Janez Jansa, SDS, bætist líka í hópinn. Hópurinn býður öðrum flokkum sem hafa áhuga á að koma með. Orbán sagði við blaðamenn í Vínarborg sunnudag:

„Við erum að skapa stjórnmálahóp sem vex og verður fljótlega stærsti hægri flokkur Evrópu.“

„Það eina sem fólkið fær frá núverandi yfirstétt í Brussel er stríð, innflytjendur og stöðnun.“

Pólitísk breyting Evrópu er hafin – fólkið vill frið, öryggi og þróun. Til þess að geta myndað nýjan flokkshóp á ESB-þinginu þarf minnst 23 þingmenn auk varamanna frá að minnsta kosti sjö aðildarríkjum. Talið er að nýi hópurinn nái þeirri stærð fljótlega.

Orban skrifar á X, að „pólitísk breyting Evrópu sé hafin.“ Hann lýsir því yfir, að íbúar Evrópu vilji „frið, öryggi og þróun.

„Það eina sem fólkið fær frá núverandi yfirstétt í Brussel er stríð, innflytjendur og stöðnun.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa