Grískur maður barinn til dauða í hatursglæp í Þýskalandi

Minden, Þýskaland – Tuttugu ára gamall grísk-þýskur maður, Phillipos Tsanis, lést á þýsku sjúkrahúsi eftir hrottalega árás hóps ungmenna. Vakti árásin skelfingu og hræðslu í samfélaginu. Ættingjar telja að árásin hafi verið gerð vegna trúarlegs haturs og segja svipuð atvik beinast að kristnum mönnum á svæðinu.

Greek City Times greinir frá: Skemmtikvöldið endaði með harmleik, þegar hinn 20 ára gamli Phillipos Tsanis, grísk-pólskur-þýskur maður, var drepinn í harkalegum átökum við hóp ungmenna í Minden í Þýskalandi. Hin hrottalega árás hefur valdið áfalli í samfélaginu. Aðstandendur segja að um hatursglæp sé að ræða sem megi rekja til trúarlegra fordóma.

Tsanis var að koma heim með vini sínum eftir útskriftarathöfn í skólanum snemma morguns, þegar hópur um það bil tíu einstaklinga stóð skyndilega frammi fyrir þeim. Að sögn föður fórnarlambsins, sem ræddi við MEGA fréttir, jukust átökin hratt. Árásarmennirnir tóku Tsanis fyrir, þrátt fyrir beiðni ungu mannanna um að vera látnir í friði. Hinn sorgmæddi faðir sagði við fréttamenn:

„Þeir börðu hann til bana – þessir tíu menn spörkuðu allir í höfuðið á honum.“

Tsanis skrifaði lög og söng og hafði yfir 100 þúsund hlustendur á Internet. Í einu laganna söng hann:

„Vinsamlegast láttu fartölvuna mína með mér í gröfina.“

Tóku myndir af drápinu og montuðu sig af því

Vitni segja frá hinni hrottalegu árás, þegar einn árásarmannanna hélt áfram að berja höfuð og líkama Tsanis eftir að hann missti meðvitund. Tsanis var fluttur í skyndi á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka og var settur í gjörgæslu en lést af sárum sínum þremur dögum síðar.

Mynd af Tsanis sem tekin var á sjúkrahúsinu og sýnir áverka á líkama hans gengur um á samfélagsmiðlum sem eykur enn á sorg foreldranna. Móðir Tsanis ræddi við Alpha News og lýsir djúpri sorg sinni:

„Læknarnir gerðu allt sem þeir gátu til að bjarga syni okkar. Allir báðu fyrir honum og að hann myndi jafna sig en að lokum hafði Guð önnur áform.“

Ættingjar Tsanis segja að árásarmennirnir hafi kvikmyndað barsmíðarnar á Tsanis og vini hans og ráðist sérstaklega á þá fyrir að bera kross kristinna. Einn ættingja Tsanis vísar til fleiri árása á kristna á svæðinu, þar á meðal þegar 26 ára lögreglumaður var drepinn:

„Það skelfilegasta er, að þeir kvikmynduðu árásina og monta sig af henni.“

Foringi árásarmanna er sýrlenskur hælisleitandi

Samkvæmt fréttum BILD og Focus er árásarmaðurinn sem gekk harðast fram 18 ára gamall sýrlenskur ríkisborgari búsettur á hælisheimili í Bad Oeynhausen. Hann á langan lista af afbrotum á skrá lögreglunnar. Ríkissaksóknarinn í Bielefeld rannsakar málið sem manndráp vegna alvarlegrar líkamsárásar.

Lögregluskýrsla sem WELT hefur fengið endurspeglar hrottaskap árásarinnar. Eftir að hafa farið eftir útskriftarathöfnina, þá hittu Tsanis og tveir félagar hans hóp ungmenna. Þó að upphafleg orsök „deilunnar“ sé enn óljós, þá er aðalárásarmaðurinn grunaður um að hafa ráðist á Tsanis, þannig að hann féll aftur á bak og hlaut banvænan höfuðáverka við höggið.

Félagar hins grunaða sögðust hafa reynt að grípa inn í án árangurs. Árásarmaðurinn hætti ekki ofbeldisfullri barsmíð sinni fyrr en fyrst eftir mörg högg og veittist síðan að 19 ára vini Tsanis sem hlaut minniháttar áverka.

Árásin vekur illt blóð í Þýskalandi

Dimitris Tsanis, faðir Tsanis, deildi sorg sinni með BILD og sagði:

„Hann vildi bara njóta útskriftarveislunnar með systur sinni og vinum. Líf hans var rétt að byrja. Ofbeldið verður að hætta. Þetta getur komið fyrir barn hverra sem er. Ekkert foreldri á að þola svo hörmulegan ástvinamissi.“

Á meðan rannsóknin heldur áfram hvetur lögreglan alla sem hafa upplýsingar um að gefa sig fram. Lögreglan biður sérstaklega um upplýsingar til að auðkenna þá einstaklinga sem voru á staðnum eftir árásina. Lýsir lögreglan þeim sem „karlmönnum af suður-evrópskum uppruna á aldrinum 19-20 ára og margir klæddir í Adidas íþróttaföt.“

Gríðarlegar umræður eru í Þýskalandi vegna árásarinnar og þess hörmungarástands sem ríkir í landinu efir hömlulausan innflutning hælisleitenda frá þriðja heiminum. Morð á kristnum fjölgar vegna ofbeldissinnaðra íslamista og óttast margir að hryðjuverkamenn íslams séu í Evrópu í „sofandi sellum“ og bíði eftir kalli hins heilaga stríðs.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa