Að sögn fréttastofunnar Tass, þá skilgreinir Alþjóðabankinn „World bank“ Rússland núna sem hátekjuland.
Samkvæmt landaflokkun Alþjóðabankans eftir tekjustigi er Rússland núna hátekjuland. Alþjóðabankinn skrifar í bloggfærslu:
„Á þessu ári fluttust þrjú lönd – Búlgaría, Palau og Rússland – úr efri meðaltekjum í hátekjuflokk. Efnahagsleg umsvif í Rússlandi voru undir áhrifum aukinna hertengdra umsvifa árið 2023 samtímis sem hagvöxtur ýtti einnig undir efnahagsbatann +6,8%, fjármálageirann +8,7% og byggingariðnaðinn +6,6%. Þessir þættir leiddu til hækkunar raunframleiðslu um 3,6% ásamt nafnverði landsframleiðslu um + 10,9%. Ársframleiðsla Rússlands jókst 11.2% á mann.“
Samkvæmt Tass þá verður hátekjuland að vera með 13.485 dollara landsframleiðslu á mann og Rússar eru sagðir vera með 14.250 dollara. Roman Marshavin, rússneskur fulltrúi bankans, segir við Tass:
„Þessi uppfærsla Alþjóðabankans er viðurkenning þessarar alþjóðlegu stofnunar á velgengni efnahagsstefnu rússneskra yfirvalda á síðasta áratug. Viðurkenningin kemur þrátt fyrir ólögleg viðskipti og að fjárhagslegar hömlur hafa verið lagðar á okkur.“
Hér að neðan má lesa skýrslu Alþjóðabankans um efnahagsmál heims 2023: