Glæpagengin skapa umrót á húsnæðismarkaðinum – 1,5 milljónir Svía íhuga að flytja

Í nýrri könnun Sifo, sem Fasteignasalan Swedbank lét gera, kemur fram að 19% Svía íhuga að flytja úr íbúðarhverfum sínum vegna glæpagengjanna. Níu prósent hafa þegar ákveðið að flytja. Könnunin sýnir jafnframt, að karlar hafa almennt séð meiri áhyggjur en konur af því, að þeir sjálfir eða einhver í fjölskyldunni verði fyrir ofbeldi.

Öryggi fjölskyldunnar er mikilvægast fyrir Svía á aldrinum 18-84 ára, þegar þeir velja stað fyrir heimilið. Í öðru sæti nálægð við fallega náttúru og græn svæði.

19% Svía íhuga að flytja

19% eru um 1,5 milljónir fullorðinna sem íhuga að flytja vegna aukins ofbeldis og glæpagengja. 9% hafa þegar ákveðið að flytja af því að þeir óttast að viðkomandi eða einhver í fjölskyldunni verði fyrir ofbeldisárás.

Karlmenn á aldrinum 18 – 29 ára upplifa sterkast hið aukna öryggisleysi og vilja flytja burtu. Karlar hafa almennt meiri áhyggjur en konur af því, að þeir sjálfir eða einhver í fjölskyldunni verði fyrir ofbeldi, segir í fréttatilkynningu Fasteignasölu Swedbank.

Fasteignamiðlararnir sjá afar skýrt að ofbeldi og glæpaklíkur hafa áhrif á íbúðahverfin. Johan Engström, forstjóri Fasteignasölunnar segir:

„Ákveðin viðkvæm svæði hafa þverrandi aðdráttarafl á meðan trygg og öruggari svæði eru áhugaverðari. Því miður þá auka þessi áhrif fólksflutninga á húsnæðismarkaðinum undirliggjandi vandamál og aðskilnað.“

Könnunin

Hér að neðan má sjá hluta könnunarinnar.

Hvað skiptir mestu máli við val á íbúðarhverfi (fleiri svör möguleg)?

Að hægt sé að lifa tryggt og öruggt, 50%
Nálægt fallegri náttúru og grænu svæði, 49%
Að húsnæðið sem ég vil búa í sé til staðar, 38%
Góðar samgöngutengingar, 35%
Nálægt vinnu, 22%
Engin truflandi umferð, 20%
Nálægt vinum/fjölskyldu, 19%
Góður skóli/leikskóli, 11%
Tækifæri til að stunda tómstundaáhuga/starfsemi, 11%
Gott úrval afþreyingar/menningar/verslana, 7%
Að ég þekki svæðið vel, 7%
Annað, 4%
Góð heilsa og umönnun, 3%
Óvíst, veit ekki, 1%

Hversu áhyggjur hefur þú af því, að þú eða fjölskylda þín verði fyrir ofbeldi sem tengist glæpasamtökum, svo sem sprengingum og skotárásum í íbúðahverfinu þínu?

Mjög áhyggjufullur, 1% (Karlar 2%)
Hef miklar áhyggjur, 8% (Karlar 10%, konur 6%, leigjendur 12%, búa ein með börn 16%)
Ekki miklar áhyggjur, 45%
Engar áhyggjur, 44% (64% í dreifbýli, 35% í stórborgum)
Óvíst, veit ekki, 1%

Finnst þér þú meira eða minna öryggi í íbúðahverfinu þínu í dag miðað við fyrir tveimur árum?

Meira öryggi, 6%
Óbreytt, 70%
Minna öryggi, 16% (Karlar 18-29 ára 22%)
Ég bjó ekki í núverandi íbúðarhverfi mínu fyrir tveimur árum, 7%

Könnunin byggir á 1002 viðtölum við almenning á aldrinum 18–84 ára og var framkvæmd á tímabilinu 7. júní – 13. júní 2024.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa