Orbán á einum af fyrri fundum með Pútín í Moskvu (Skjáskot Youtube/DW News).
Heimildarmaður ungverskra stjórnvalda segir í samtali við „Radio Free Europe/Radio Liberty“ að Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, fari til Rússlands í dag, föstudag, til að ræða við Vladimir Pútín. Heimsóknin er aðeins nokkrum dögum eftir að Orbán heimsótti Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, í Kænugarði.
Mikil tortryggni
Heimsókn Orbáns á sér stað aðeins nokkrum dögum eftir að Ungverjaland tók við formennsku í ráðherraráði ESB – og stuttu eftir heimsókn hans til Kænugarðs, þar sem talið er að hann hafi rætt möguleika á vopnahléi í Úkraínustríðinu og að aðilar hittust og ræddu friðarmöguleika.
Í för með Orbán er utanríkisráðherra Ungverjalands, Peter Szijarto. Mikil tortryggni ríkir hjá glóbalistum um ferð Viktor Orbán til Moskvu. Allir þekkja til afstöðu Ungverjalands til stríðsins sem er verulega frábrugðin meirihluta annarra ESB- og Nató-ríkja. Stjórnvöld í Búdapest hafa lengi barist gegn fjölmörgum refsiaðgerðapökkum gegn Rússum og neita að senda vopn og hergögn til Úkraínu.
ESB afneitar samningsumboði Orbáns
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, skrifar á X að Orbán hafi ekkert opinbert samningsumboð vegna þess að Rússland sé árásaraðilinn og Úkraína fórnarlambið. Þess vegna geta engar umræður um Úkraínu átt sér stað án fulltrúa Úkraínu:
Ungverjaland leggur áherslu á að landið hafi umboð almennings til að vinna að stöðvun stríðsins og að friður skipist. Zoltán Kovács, talsmaður ungversku ríkisstjórnarinnar segir:
„Friðarafstaða Ungverjalands er mjög einföld: stöðvið blóðbaðið, þúsundir hafa dáið.“
Hvernig tekst til í heimsókn Viktor Orbán til Moskvu á eftir að koma í ljós. Að glóbalistarnir væla yfir þessum friðarumleitunum er gott tákn. Viðbrögðin þeirra er merki um örvæntingu og að séu að missa einokun sína á því sem er að gerast og samtímis traust almennings.