Farage vill breyta einmenningskjördæmakerfi Bretlands

Umbótaflokkur Nigel Farages „Reform UK“ fékk 14,3% atkvæða og er þriðji stærsti flokkur Bretlands á eftir Íhaldsflokknum með 23,7% og Verkamannaflokknum með 33,8%. Frjálslyndir demókratar fengu 12,2%, Grænir 6,8% og aðrir flokkar 9,2% samkvæmt CNN.

Annað verður uppi á teningnum, þegar þingmannatölur flokkanna eru skoðaðar. Verkamannaflokkurinn fær 412 þingmenn, Íhaldsflokkurinn 121, Umbótaflokkurinn 5 þingmenn, Frjálslyndir demókratar 71 þingmann, skoski þjóðarflokkurinn 9 þingmenn, Sinn Fein 7 þingmenn (verður stærsti flokkur Norður Írlands) og aðrir 24 þingsæti.

Kosningakerfið í Bretlandi

Samtals eru 650 einmenningskjördæmi í landinu og þarf 326 sæti til að fá þingmeirihluta, þannig að útkoman fyrir Verkamannaflokkinn með 33,8% fylgi kjósenda er, að flokkurinn fær 63% þingsæta og þar með einstaka yfirburðastöðu á breska þinginu. Íhaldsflokkurinn með 23,7% fylgi kjósenda fær 18% þingsæta, Umbótaflokkurinn með 14,3% atkvæða fær 0,8% þingsæta. Skoski þjóðernisflokkurinn með 2,5% atkvæða fær 9 þingsæti. Hér má sjá kosningaúrslitin hjá BBC.

Ef sama kerfi væri notað og er á Íslandi hefði Verkamannaflokkurinn fengið um 220 þingmenn, Íhaldsflokkurinn 154, Umbótaflokkurinn 92 þingmenn, Frjálslyndir demókratar 80 þingmenn, Grænir 44 þingmenn og 60 þingsæti dreifst á aðra flokka. Þá hefði Verkamannaflokkurinn verið langt frá þeirri stöðu sem breska kosningakerfið færir honum. Þá hefði flokkurinn þurft að reyna stjórnarmyndun með öðrum flokkum til að komast til valda. Einmenningskerfið virkar þannig að aðeins einn þingmaður er sendur á þing frá hverju kjördæmi og sá sem fær flest atkvæði nær kjöri (þarf ekki að vera yfir 50%).

Dræm kosningaþátttaka

Stóra spurningin er hvers vegna svo fáir Bretar ganga til kjörborðsins og greiða atkvæði. Hér að neðan má sjá kosningaþátttöku frá 1924 fram til dagsins í dag:

  • 1924: 77.0% 
  • 1929: 76% (Kosið um kosningarétt kvenna)
  • 1931: 76.4% 
  • 1935: 71.1% 
  • 1945: 72.8% 
  • 1950: 83.9% 
  • 1970: 72.0% 
  • 1979: 76.0% 
  • 1987: 75.3% 
  • 1992: 77.7% 
  • 1997: 71.4% 
  • 2001: 59.4% 
  • 2005: 61.4% 
  • 2010: 65.1% 
  • 2015: 66.2% 
  • 2017: 68.8% 
  • 2019: 67.3% 
  • 2024: 59.9%

Að meðaltali hefur kosningaþátttakan verið um 70% en hefur í kosningunum núna eins og árið 2001 hrapað um tíu prósent í tæp 60%. Líklegast hafa innanhúsdeilur Íhaldsmanna ekki örvað þáttöku breskra kjósenda til að nota kosningaréttinn. 40% sem ákveða að nýta ekki kosningaréttinn segir sína sögu.

Gagnrýni Farage

Nigel Farage gagnrýnir kerfið í viðtali við The Independent:

„Trúið mér, viljinn til umbóta í kosningakerfinu verður mikill eftir þessar kosningar og það er eitt af þeim mörgu málum sem ég mun berjast fyrir í komandi kosningum. Ég get meira að segja hugsað mér að vinna með Frjálslyndum demókrötum að þessu máli.“

Farage er hress með mikinn stuðning flokksins og segir mikinn áhuga vera á stefnumálum flokksins.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa