Maria Zakharova talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, lýsti heimsótti Kænugarð nýlega og ræddi möguleika á vopnahlé í Úkraínustríðinu við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Að sögn Orbáns var Zelensky allt annað en „ánægður“ með tillöguna. Maria Zakharaova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, segir að Washington muni „halda áfram að fórna bandamönnum sínum í von um hernaðarlegan sigur yfir Rússlandi.“
Orbán sagði að Zelensky væri „ekki mjög ánægður með hugmyndina, hann hefði slæma reynslu af fyrri vopnahléum.“ Zelensky skildi afstöðu Ungverjalands og „lýsti takmörkum sínum.“
Zelensky krefst útskýringa Trumps á friði innan 24 klukkustunda
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, skoraði á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að leggja fram áætlanir sínar um að binda enda á Úkraínustríðið „á 24 klukkustundum.“
Í kappræðunum gegn Joe Biden nýlega hélt Trump því fram, að hann myndi binda endi á hið blóðuga stríð jafnvel áður en hann tæki við embættinu. Zelensky sagði:
„Mig langar að vita hvað það myndi þýða að ljúka stríðinu svo hratt. Ef Trump veit hvernig á að binda endi á þetta stríð, þá ætti hann að segja okkur það í dag, því ef það er ógn við sjálfstæði Úkraínu og það er hætta á að við munum missa ríkið úr höndum okkar, þá viljum við vera viðbúin.“
Vestrænar þjóðir vilja stríð
Maria Zakharaova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði, að Bandaríkin væru reiðubúin að fórna bandamönnum sínum í þeirri von að sigra Rússa á vígvellinum.
Zakharova sagði í vikulegum útvarpsþætti sínum á miðvikudag, að „einu friðarumræðurnar sem vestrænar þjóðir tækju þátt í væru bara tálbeitur, skjáletur, leiktjöld og minnisblöð.“ Segir hún að markmið Úkraínustríðsins sé:
„að valda afgerandi tapi Rússlands eins og Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa lýst yfir skýrt og skilmerkilega. Vesturlönd vilja koma Rússlandi á kné og binda endi á tilveru þess.“
Efnahagslegt stórslys í Evrópu
„Við hverju búist þið af fólkinu sem Bandaríkin hafa kosið að nota sem verkfæri sín? Verkfærin hafa ekkert að segja um það hvernig þau eru notuð.“
„Raunsæir vestrænir stjórnmálamenn sjá þann stað sem þjóðum þeirra er gefinn í áætlun Bandaríkjanna, nefnilega að vera fórnað á altari sigurs yfir Rússlandi.“
„Hörmuleg framtíð Evrópu er augljós í stöðu efnahagsmálanna. Það sem er að gerast í Evrópu er ekki bara fjárhagslægð, kreppa eða hrun: Það er sannkallað stórslys.“