Foco: Afsakið að ég lifði af – en ég er kominn til baka!

Robert Fico kominn aftur til starfa eftir morðtilraunina 15. maí sl. (Mynd: Wikipedia/www.flickr.com/photos/eu2017)

Hinn andglóbalíski forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, sem varð fyrir morðtilraun fyrir tveimur mánuðum síðan hefur tilkynnt, að hann sé kominn til baka til starfsins. Forsætisráðherrann skrifaði á Facebook: „Kæru framsæknu, frjálslyndu fjölmiðlar og stjórnarandstaða, afsakið að ég hef lifað af en ég er kominn til baka!“

Þann 15. maí var Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, skotinn í magann með fjórum skotum á kosningafundi. Hann var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús og um tíma var óljóst hvort hann myndi lifa af.

AFP greinir frá því, að Fico sé kominn til baka til starfa sem forsætisráðherra eftir tveggja mánaða fjarveru.

Fico er einn af fáum sósíaldemókratískum leiðtogum í heiminum sem berjst gegn glóbalismanum. Meðal annars hefur hann lagst gegn vopnasendingum til Úkraínu og mælt með auknu viðskiptasambandi við Rússland. Hann hefur gott samband við Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands og hefur margoft gagnrýnt yfirþjóðernishyggju Evrópusambandsins.

Fico fluttur á sjúkrahús 15. maí s.l. eftir skotárásina.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa