Yuval Noah Harari og framtíð vélmenna

Stofnandi World Economic Forum, Klaus Schwab, vinnur að því að gera fjórðu iðnbyltinguna að veruleika. Þar sér hann fyrir sér að maður og vél sameinist í nýja tegund vélmenna sem gerir mannkynið eins og við þekkjum það úrelt. Þessi djöfulsandi í mannsmynd ætlar sér að „fullkomna“ hið „ófullkomna“ verk skaparans. Sá sem nærir þessa vitskertu hugmynd er hugmyndafræðingur glóblismans númer eitt, ísraelski sagnfræðingurinn, rithöfundurinn og heimspekingurinn Yuval Noah Harari.

Harari ólst upp í gyðingafjölskyldu með austur-evrópskar og líbanskar rætur. Faðirinn var vopnaverkfræðingur í þjónustu ísraelska ríkisins. Frá átta ára aldri gekk Harari í skóla Leo Beck menntamiðstöðvarinnar í Haifa, þar sem hann er sagður hafa verið í bekk fyrir sérstaklega gáfuð og hæfileikarík börn. Þegar Harari átti síðar að gegna herskyldu, þá tókst honum að fresta innritun í herinn vegna háskólanáms. Síðan varð hann alfarið undanþeginn herþjónustu að sögn vegna heilsufarsvandamála.

Á árunum 1993 til 1998 lærði Harari miðaldasögu og hersögu við Hebreska háskólann í Jerúsalem. Hann lauk doktorsprófi við Jesus College í Oxford árið 2002, þar sem hann komst í snertingu við skrif Jared Diamond, sem Harari sagði hafa haft mikil áhrif á sín eigin skrif.

Bækur Hararis

Harari vakti mikla athygli með bókinni „Sapiens: A Brief History of Humankind“ sem kom fyrst út á hebresku. Bókin kom út á ensku árið 2014 og hefur síðan verið þýdd á 45 tungumál. Í bókinni skoðar Harari mannkynssöguna og hvernig tækniþróunin hefur litið út frá steinöld til 21. aldar. Næsta bók var „Homo Deus: A Brief History of Tomorrow“ kom út árið 2016 og hér lýsir Harari sýn sinni á hugsanlega framtíð mannsins. Útgangspunktur hans í bókinni er, að manninum takist að öðlast ódauðleika og búa yfir nánast guðlegum krafti í tækni/vísindalegum skilningi. Bókin kemur einnig með hugtakið „dataism“ sem heimspeki eða hugsunarhátt, þar sem stór tölfræðigögn eru dýrkuð. Nýjasta bók Harari „21 Lessons for the 21st Century“ kom út árið 2018 og fjallar meira um málefni samtímans sem samkvæmt Harari eru kjarnorkustríð, vistfræðilegar hamfarir, hryðjuverk, tækniröskun og falsfréttir.

Í gegnum söguna hefur maðurinn gengið í gegnum ýmsar efnahagslegar, félagslegar og pólitískar breytingar. Í hreinum líffræðilegum skilningi er það þó aðeins á þessari öld sem mannkynið getur breytt líffræðilegum grunni sínum með gena- og nanótækni samkvæmt Harari. Með þessu og stafrænu tækninni telur Harari að hægt verði að „uppfæra“ manninn á mismunandi vegu eins og vél.

Hvað á að gera við allt fólk í framtíðinni?

Harari segir, að þess vegna sé Silicon Valley áhugaverðari staður en margir sögulegir, trúarlegir og menningarlegir staðir til dæmis í Miðausturlöndum. Verkfræðingar Google, Apple og Microsoft búa til meira en tæknilegar vörur og reiknirit – þeir búa til ný alheimstrúarbrögð, sem mun færa hamingju, velmegun og eilíft líf. Jafnframt veltir hann fyrir sér hvað eigi að gera í framtíðinni við allt fólkið sem að hans sögn verða „ónytjungar“ vegna allra tækniþróunar. Harari sagði á einum fyrirlestri:

„Stóra pólitíska og efnahagslega spurningin í framtíðinni verður: Hvers vegna þurfum við fólk eða að minnsta kosti hvers vegna við þurfum svona mikið af fólki? Besta svarið hingað til er að halda þeim ánægðum með hjálp eiturlyfja og tölvuleikja.“

Sama eftirlitskerfi og ógnarstjórn kínverska kommúnismans notar

Meðal annarra hefur Patrick Wood, ritstjóri Technocrazy, bent á að Harari sé helsti heimspekilegur ráðgjafi hug – og myrkrarveitunnar World Economic Forum sem hinn alræmdi glóbalisti og útsendari kínverska kommúnistaflokksins, Klaus Schwab stofnaði.

World Economic Forum vill koma á alþjóðlegum stafrænum gjaldmiðli í stað þjóðlegra gjaldmiðla í mynt og seðlum. WEF er að koma á alþjóðlegu stafrænu auðkenniskerfi sem er það sama og alræðisstjórn kommúnistaflokks Kína notar til að viðhalda harðræðisstjórn á landsmönnum. Heimsfaraldurinn og Covid-bólupassinn voru bara æfing fyrir það sem koma skal.

Harari telur að með þessum tveimur kerfum sem vinna saman sé auðvelt að fylgjast með viðskiptum og hreyfimynstri einstaklinga, bæði í líffræðilega og stafræna heiminum. Að fylgjast með viðskiptum og ferðum fólks er aðeins upphaf hins nýja eftirlitssamfélags, að sögn Harari:

„Í kjölfar Covid-faraldursins bjuggum við til líffræðilegt tölfræðikerfi til eftirlits. Við munum ekki bara hafa eftirlit með fólki, við munum líka fylgjast með því sem gerist undir skinninu á því.“

21. öldin markar endalok hins frjálsa vilja og mannssálarinnar

Harari lætur þó ekki þar við sitja, hann heldur því fram að tuttugasta og fyrsta öldin verði endalok þess tímabils, þar sem maðurinn hefur frjálsan vilja. Það mun jafnframt þýða endalok sálarinnar: Líkaminn verður framleiddur og meðvitundinni komið fyrir í stafrænu skýi. Harari segir:

„Hugmyndin um að maðurinn hafi sál og að enginn viti, hvað gerist hið innra, – að ákveða sjálfur hvern maður kýs eða í hvaða verslun maður verslar …. sá tími er liðinn.“

Harari lítur svo á, að örlög mannsins sé að lúta í lægra haldi fyrir nýtt erfðabreytt mannkyn vélmenna sem stjórnað verður með gervigreind. Hann segir:

„Það sem kemur í staðinn fyrir okkur verður mun frábrugðnara okkur í samanburði við hversu frábrugðin við erum við Neanderdalsmanninn.“

Hið illa hefur eina ferðina enn ráðist á sköpunarverkið.
Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa