Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem stofnaði stjórnmálahópinn Ættjarðarvinir Evrópu „Patriots for Europe“ á ESB-þinginu í lok júní 2024, hefur séð hópinn stækka og núna eru ættjarðarvinirnir þriðji stærsti flokkshópurinn á ESB-þinginu.
Töluverð eftirspurn hefur verið um að komast með í hópinn og nýir flokkar bæst við daglega. Fyrir viku síðan var hópurinn búinn að tryggja a.m.k. 84 þingsæti.
Nýlega bættist Þjóðfylkingarflokkur Marine Le Pen í hópinn sem verður stærsti flokkurinn þar með 30 þingmenn sjá töflu á X hér að neðan:
Svo bættist Lega, flokkur Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, einnig í hóp ættjarðarvinanna. Ásamt fjölda smærri flokka hefur hópurinn nú 84 þingmenn frá 12 löndum og uppfyllir þannig skilyrðin til að mynda nýjan stjórnmálahóp á ESB-þinginu.
Alþjóðapressan hæddist í upphafi að flokki Orbáns og gerðu glóbalista-blaðamenn lítið úr möguleikum Orbáns til að mynda eigin stjórnmálahóp á þinginu. En raunveruleikinn er annar en þessar falsveitur vilja að hann sé.
Úkraínustríðið hefur áhrif. Til dæmis vill bræðraflokkur Giorgia Meloni á Ítalíu ekki ganga í hópinn vegna friðarumleitana Orbáns í Úkraínu. Hér að neðan má sjá mynd af ættjarðarvinunum eins og hópurinn leit út fyrir viku síðan:
Valkostur Þýskalands með eigin hóp
Valkostur Þýskalands hefur myndað eigin hóp að sögn Euronews. Hópurinn kallar sig Fullvalda ríki Evrópu og hefur átta flokka og 25 þingmenn á ESB-þinginu. Á síðu Euronews sést skipting hópa og þingsæta á ESB-þinginu sbr. við myndina hér að neðan: