Þegar boltinn rúllar í Þýskalandi, þá rúllar hann hratt. Á þriðjudaginn gerði þýska lögreglan aðför að einum stærsta valkosta fréttamiðli í Þýskalandi, Compact, samkvæmt skipun rauðgrænu ríkisstjórnar Þýskalands. Yfir 200 lögreglumenn flestir grímuklæddir gerðu rassíu á skrifstofu blaðsins og heimili útgefandans Jürgen Elsässer ásamt heimilum starfsmanna og fjárstyrktaraðila.
Þungt högg gegn „öfgahægri mönnum“
Innanríkisráðherra jafnaðarmanna í Þýskalandi, Nanxy Faeser, tilkynnti ákvörðunina á X. Hún er sjálf í góðum félagsskap öfga vinstra liðsins í Antifa sem vill banna alla hægri flokka í Þýskalandi. Hún skrifaði:
„Í dag bannaði ég hægriöfgatímaritið Compact. Tímaritið æsir á óumræðilegan hátt gegn gyðingum, gegn múslimum og gegn lýðræði okkar. Bann okkar er þungt högg gegn umhverfi öfgahægri aflanna.“
Óopinbert málgagn Valkosts fyrir Þýskaland
Compact kemur út einu sinni í mánuði og var stofnað af blaðamanninum Jürgen Elsässer ár 2010. Tímaritið kemur út í 40 þúsundum eintaka og hefur orðið að einum stærsta valkostamiðli í Þýskalandi. YouTube rás tímaritsins hefur 347 000 áskrifendur. Heimildarmynd sem Compact framleiddi um hryðjuverkið á Nord Stream gasleiðslunum hefur verið skoðað yfir milljón sinnum.
Jürgen Elsässer á mörg ár að baki sem blaðamaður og var fyrir aldamót ritstjóri og aðstoðarritstjóri vinstri blaðanna „Junge Welt“ og „Konkret.“ Compact hefur engu að síður orðið óopinbert málgagn Valkosts fyrir Þýskaland, AfD.
Víðtækasta takmörkun fjölmiðlafrelsis frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar
Lagalega beita Nancy Faeser og rauðgræna ríkisstjórnin félagalögum landsins fyrir sig. Samkvæmt þeim er heimilt að banna félög, fyrirtæki og sjóði ef þau „stríða gegn stjórnskipunarreglunni eða meginreglunni um alþjóðlega samstöðu.“
Þýska ríkisstjórnin sakar Compact um að ganga gegn „frjálsu lýðræðisskipulagi“ með stöðugum greinum sem gagnrýna ríkisstjórnina.
Öfgavinstrið sem umlykur rauðgrænu hlið þýsku ríkisstjórnarinnar fagnar lokun stjórnarandstöðublaðsins. Á samfélagsmiðlum lýsa þúsundir manna áhyggjum af því, að stjórnvöld séu að senda lögregluna á óþægilega blaðamenn og leggja niður dagblað sem gagnrýnir ríkisstjórnina. Lokuninni er lýst sem víðtækustu takmörkun á fjölmiðlafrelsi í Þýskalandi frá síðari heimsstyrjöldinni.