Margir þjást af alvarlegri sögufölsun blekktir af fjölmiðlum fákeppninnar

Sænski athafnamaðurinn og baráttumaðurinn gegn stríðsóðum glóbalistum, Lars Bern, er mörgum Svíum kunnur fyrir viðtalsþætti í Swebbtv og ræðuhöld á málþingum. Hann berst skeleggur gegn hvers konar valdníðslu og alræðistöktum og stendur staðfastur á grundvelli frelsi og réttinda einstaklingsins.

Lars Bern var nýlega með sumarþátt, þar sem hann ræddi meðal annars, hvernig málfrelsið hefur verið að skerðast í hinum vestræna heimi áratugum saman. Arnar Þór Jónsson á Íslandi hefur upplýst landsmenn um það sama. Tjáningarfrelsið sem var sjálfsagt á fimmta áratugnum er ekki lengur sjálfgefið segir Lars Bern. Sterkir fjárhagslegir hagsmunir ráða fjölmiðlum og um leið stjórnmálamönnum.

Tjáningarfrelsið ekki lengur sjálfgefið

Í sumarerindi á Swebbtv rifjar Lars Bern upp langan feril sinn og hvernig heimssýn hans mótaðist. Hann hefur hefur orðið margs vís í gegnum árin:

„Það sem ég lærði líka á þessum árum var, að það er mjög mikilvægt að hafa stjórn á upplýsingaveitunum. Ég sá mjög sterka tilburði í hinum vestræna heimi að sniðganga tjáningarfrelsið í auknum mæli. Í dag er staðan því miður orðin sú, að tjáningarfrelsið sem var fyllilega sjálfsagt á fimmta áratugnum þegar ég fór að blanda mér í pólitísk, er ekki lengur sjálfgefið.“

„Í dag sjáum við hvernig miklir fjárhagslegir hagsmunir hafa náð tökum á fjölmiðlum okkar. Með þeim fá þeir völd í skoðanamyndun og þar með völd yfir stjórnmálamönnunum. Lýðræðinu hefur hrakað vegna þessa. „

Leggja daglega gildrur fyrir lýðræðið

„Þessir gífurlegu efnahagslegu hagsmunir sem mynduðust á eftirstríðstímabilinu hafa söðlað undir sig svo mikil völd, að þeir eru að kyrkja túlkunarforréttindi hins vestræna heims – nefnilega lýðveldið og lýðræðið. Við sjáum daglega hvernig þeir leggja gildrur fyrir lýðræðið. Þess vegna hef ég tekið mikinn þátt í því, að reyna að verja málfrelsi okkar. Fyrir mér hefur Swebbtv verið mjög mikilvæg hjálp til að sýna þann raunveruleika sem rótgrónu fjölmiðlarnir fela.“

Lars Bern segir jafn framt að margir í kringum sig þjáist af alvarlegri sögufölsun:

„Þeir trúa þeim frásögnum sem fjölmiðlar fákeppninnar dæla út og neita að sjá raunveruleikann á bak við það sem í rauninni er að gerast.“

Eitt skýrasta dæmið er Úkraínustríðið, þar sem fjölmiðlar og stjórnmálamenn stunda sögufölsun og „vanmeta ástandið fullkomlega.“

Hlusta má á erindið á sænsku hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa