Síðustu helgi fannst brunninn bíll með tveimur líkum í Malmö. Núna hefur komið í ljós, að fórnarlömbin voru breskir ríkisborgarar og að bíllinn var leigður á Kastrup flugvelli aðeins nokkrum klukkustundum fyrir morðin. Þeir myrtu voru Juan Cifuentes, 33 ára, og Farooq Abdulrazak, 37 ára.
Bíllinn fannst falinn á bak við runna á Fosie iðnaðarsvæðinu og ekki var hægt að bera kennsl á líkin í fyrstu vegna brunans. Lögreglan uppgötvaði skot í öðrum manninum og grunaði því strax að um morð var að ræða. Í fjölmiðlum kemur fram að lík fórnarlambanna voru svo illa farin að nota þurfti tannlæknaskýrslur við auðkenningu mannanna. Daily Mail greinir frá málinu.
Á þriðjudag greindi lögreglan frá því að bíllinn væri danskskráður, Toyota Rav 4, og breskir fjölmiðlar greina frá tveimur myrtum Bretum í „glæparíkinu Svíþjóð.“ Kenning lögreglunnar er sú að fyrst hafi Bretarnir verið skotnir og síðan kveikt í bílnum. Interpol hefur tengst morðrannsókninni.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar flugu Bretarnir til Kaupmannahafnar og leigðu bílinn þar. Nokkrum tímum síðar voru þeir og bíllinn brunnir til ösku í Svíþjóð, sjá kort að neðan.
Breskir fjölmiðlar vara við ferðum til „glæpaklíkulandsins“
Breska dagblaðið Daily Mail bendir á í frétt sinni að morðum í Svíþjóð hafi fjölgað um 39 prósent á árunum 2013-2021. Þá er greint frá því að breskur almenningur er upplýstur um, að Bretland hafi gefið út ferðaviðvörun til Svíþjóðar. Er það vegna „glæpahópa, hnífaofbeldis, skotárása og sprengjuárása“ að sögn breska blaðsins.