SUMARFRÍ FRAM YFIR VERSLUNARMANNAHELGI

Það er krefjandi að vaka yfir fréttum og viðhalda lágmarksafköstum daglega. Þetta er gert í sjálfboðavinnu með einhvers konar borgaralegri skyldumennsku við Ísland? Ættjarðarinnar „góðu?“ Ég set spurningarmerki vegna þess að ég þekki ekki lengur landið mitt. Þá er ég ekki að tala um náttúru landsins, eldfjöll eða fossa. Ég gæti skrifað drápu um það sem mér finnst vera að en læt það bíða betri tíma.

Gleðin er þá helst fólgin í því, að fá lesningu og fylgjendur sem finnst fréttaskrifin vera þess virði að lesa og jafnvel dreifa áfram til annarra. Hvattur af rúmlega 100 FB vinum ákvað ég að halda áfram skrifum eftir ÚS og opnaði þessa vefsíðu og hef reynt að halda uppi að lágmarki a.m.k. fjórum fréttum að meðaltali daglega. Flutti skrifin um tíma til fréttarinnar en er kominn aftur hingað. Fókus hjá mér hefur verið á fréttir frá valkostamiðlum ýmsum bæði í Svíþjóð og í Bandaríkjunum sem hafa aðra afstöðu en afritarar CNN og RÚV og greina því frá atburðum sem þeim stóru er í mun að ekkert fréttist um. Eins og til dæmis frelsislestin í Kanada. Eða bændauppreisnin í Hollandi. Að ónefndri glæpamennskunni í Svíþjóð sem Bogi Ágústsson ásakaði mig um að vera að veitast að RÚV, þegar ég birti hlekki í tvær fréttir frá SVT og Expressen á „umræðusíðu“ hans um norræn stjórnmál. Viðkvæmni kerfiskrabbanna er mikil og má enginn anda á þeirra frásögn svo þeir fari ekki í hnút.

Núna er sumar og jafnvel fréttaritarar þurfa á fríi að halda eins og aðrir. Ég fer í sumarfrí núna og mun lítið sem ekkert skrifa fréttir frá og með morgundeginum 21. júlí og fram yfir verslunarmannahelgi 3. ágúst n.k.

Vona að sem flestir njóti sólar, hvíldar og endurnýjun á sál og líkama.

Stokkhólmi 20. júlí 2024

Gústaf Adolf Skúlason

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa