World Economic Forum hefur klifið úr skugganum og er núna í opinberu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar til að „hraða“ framkvæmd heimsmarkmiðanna 2030. En hvernig sér þessi sjálfseignarstofnun og leiðtogi hennar, þýski hagfræðingurinn Klaus Schwab, framtíð jarðar fyrir sér? Í seinni tíð hefur WEF fagnað Covid-lokunum, mælir með skordýrafæðu í stað kjöts og talar fyrir algerri umbreytingu efnahagskerfisins yfir í „félagslegan kapítalisma.“ WEF setur fram fjölda undarlegra hugmynda innan ramma „Endurræsingarinnar miklu“ sem plagar alla plánetuna. Sænski miðillinn Nýir Tímar tók fram ellefu áþreifanleg dæmi um þá framtíð sem WEF er að skapa fyrir okkur öll. Hér birtist fyrri hluti greinarinnar. Seinni hlutinn birtist á morgun.
World Economic Forum (WEF) er sjálfseignarstofnun undir stjórn þýska hagfræðingsins Klaus Schwab. Með árlegum fundum sínum í Davos, Sviss, leitast WEF við að lögfesta og staðfesta áhrif sín á þjóðir heims með því að láta hóp leiðtoga heimsins mæta og tala á viðburðum þess. Í dag mæta flestir stjórnmálaleiðtogar heims á fundina ásamt stjórnendum alþjóðlegra fyrirtækja, fjármálastofnana og fjölmiðlarisa. Fyrirtækin þurfa að borga hátt verð fyrir fundartíma með ráðherrum sem þau vilja hafa áhrif á. Þrátt fyrir nærveru fjölmiðla eru margar ákvarðanir sem teknar eru á staðnum yfirleitt huldar utanaðkomandi.
Skóla upp harðstjóra
Fjölmiðlarnir segja frá því, að einstaklingar í leiðandi stöðum hittist í Davos til að ræða málefni eins og „ójöfnuð, loftslagsbreytingar og alþjóðlegt samstarf.“ Þessi einfaldaða lýsing virðist sérsniðin til að fá hinn almenna borgara til að geispa af leiðindum. En viðfangsefni WEF ganga mun lengra og hafa bein áhrif á daglegt líf okkar. Þeir stjórnmálamenn sem hafa gengið í skóla „Ungra alþjóða leiðtoga“ hafa flestir iðkað harðstjórn með Covid-takmörkunum, loftslagssköttum og beitingu lögregluafls gegn frjálsum mótmælum. Sem dæmi má nefna Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada, Jacinda Ardern fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands og Emmanuel Macron Frakklandsforseta.
„Við komumst inn í ríkisstjórnirnar. Ég var í móttöku í gær hjá Trudeau forsætisráðherra og ég veit, að helmingur ríkisstjórnar hans eða jafnvel meira en helmingur ríkisstjórnar hans, eru í raun ungir alþjóðlegir leiðtogar frá World Economic Forum.“ – Klaus Schwab, leiðtogi WEF
Fólk sem tengist WEF hefur sagt mjög óhuggulega hluti og engum fullyrðinganna hefur verið veitt almennileg athygli í megin fjölmiðlum. Þegar viðfangsefnin sem WEF mælir fyrir eru skoðuð, þá kemur í ljós umfangsmikil dagskrá: Að ná fullkominni stjórn á öllu mannkyni með notkun fjölmiðla, vísinda og tækni samtímis og lýðræðisríki eru endurmótuð til að aðlagast einni alheimsríkisstjórn. Hljómar þetta eins og langsótt samsæriskenning, þá er ágætis ráð að lesa áfram um 11 dökk markmið WEF sem koma hér að neðan. Þeim er ekki raðað í neina sérstaka röð, þar sem þau eru öll jafn geðveik og ógnvekjandi:
1 Hvaða kórónutakmarkanir fannst þér bestar?
Á myndbandi með titilinn „Hvernig líf okkar getur bráðum orðið“ býður WEF áhorfendum að „kíkja á framtíðina.“ Myndbandið er áberandi dauft, fölt og líflaust. Myndin sýnir fólk með hlífðargrímur, sem notar handhreinsiflöskur og er hleypt framhjá með QR kóða.
Rödd þular spyr: „Hvaða breytingar af völdum heimsfaraldursins myndir þú vilja að gerðar yrðu varanlegar?“ Í framhaldinu eru börn sýnd stunda fjarnám innilokuð á heimilum sínum. Á myndbandinu er einnig sagt að „NASA hafi fundið upp laserkerfi sem getur borið kennsl á þig út frá sérkennum hjartsláttarins. Sjá myndband að neðan:
2 Kolefnisfótspor einstaklingsins á sérstökum „kolefnisreikningi“
J. Michael Evans, stjórnarformaður Alibaba Group, kynnti þróun mælitækis „fyrir kolefnisspor einstaklingsins“ á fundi WEF í Davos 2022. Tæknin er í samræmi við viðamikinn metnað WEF um að fylgjast með – og takmarka „kolefnislosun“ sérhvers einstaklings, til að spyrna gegn meintri hlýnun jarðar.
WEF ætlar að innleiða einstaklingsbundna koltvísýringskvóta og sér kórónulokanirnar sem tilraunir á þeirri vegferð. Nýlega birti WEF skýrsluna „Koltvísýringurinn minn: leið til sjálfbærra borga án aðskilnaðar.“ Sagt er að koltvísýringslosun sé „stóra hættan“ og til þess að lenda ekki í henni sé ráðið að innleiða einstaklingsbundinn koltvísýringskvóta: „Persónulega kolefnisheimild.“ Er um að ræða leyfilegt magn koltvísýrings í losun hvers manns sem úrskurðarvald úthlutar einstaklingnum í tiltekinn tíma. Sérhver einstaklingur þarfa að opna „reikning“ sem fylgist með því hversu mikið af koltvísýringi hann losar með því að hita heimilið, ferðast, borða og svo framvegis. Yfirdráttur á þessum „reikningi“ mun hafa í för með sér ýmsar refsiaðgerðir.
Barbara Baarsma, forstjóri kolefnisbanka hollenska Rabobankans, útskýrir nánar hvað glóbalistarnir eru að gera fyrir okkur:
„Látum hvert heimili eða sérhvern ríkisborgara í Hollandi fá ákveðið magn af kolefnislosunarheimildum. Þannig getum við tryggt, að við losum ekki meira en árlegur kvóti heimilar. Losunarréttur þinn verður geymdur í kolefnisbuddunni. Þannig að ef ég ætla að fljúga eitthvert, þá myndi ég kaupa kolefnislosun af einhverjum sem hefur ekki efni á að fljúga. Þannig getur sá fátæki unnið sér inn aukapening. Sá sem býr í litlu húsi getur selt losunarrétt sinn til þess sem býr í stóru húsi og þannig getur fátækt fólk notið góðs af græna hagkerfinu.“
Hversu galin sem þessi hugmynd kanna virðast, þá er hún þegar í framkvæmd víða um heim. Til dæmis eru borgaryfirvöld New York borgar byrjuð að fylgjast með matarkaupum borgarbúa af því að borgarstjórinn vill þvinga þá til að borða færri steikur í þágu loftslagsins. Að frysta reikninga fólks, þegar koltvísýringskvótinn er fullur, er tæknilega framkvæmanlegt þegar í dag.
3 Pillur sem innihalda örflögur
Á fundi WEF árið 2018 talaði Albert Bourla, forstjóri lyfjarisans Pfizer, um pillur sem innihalda örflögur. Örflögurnar fylgjast með því, að fólk taka raunverulega þær pillur sem það á að nota. Bourla sagði:
„Bandaríska Matvæla- og lyfjastofnunin, FDA, hafa samþykkt fyrstu „rafrænu pilluna“ ef ég má orða það þannig. Það er í grundvallaratriðum líffræðileg flaga sem er í pillunni og þegar þú tekur pilluna og hún leysist upp í maganum, þá flagan merki um, að þú hafir tekið pilluna…. Tryggingafélögin myndu vita, að sjúklingarnir eru að taka þau lyf sem þeir eiga að taka. Það er heillandi það sem er að gerast í þessum málum.“
Þannig er þetta enginn hugarburður. Einkaleyfi er skráð og tæknin þegar samþykkt af yfirvöldum. Grunur leikur á að kórónubóluefnið innihaldi þessa tækni eins og fjöldi vísindamanna hefur greint frá. Hægt er að sjá nanótæknina í smásjá. Sjá myndband að neðan:
4 Útgáfa WEF af lýðræði
Klaus Schwab, stofnandi og yfirmaður WEF, sér lýðræðið sem hindrun í vegi fyrir útópíu sinni. Í skýrslu WEF frá 2010 „Alþjóðleg endurhönnun“ deilir Schwab þeirri skoðun sinni, að alþjóðlega skipuðum heimi sé best stjórnað af „sjálfskipuðu bandalagi alþjóðlegra fyrirtækja, ríkisstjórna (í gegnum SÞ) og valinna borgarasamtaka (CSOs).“ Schwab hélt því fram, að ríkisstjórnir væru ekki lengur „ráðandi aðilar á alþjóðavettvangi“ og að „tími væri kominn á nýja stefnu hagsmunaaðila í alþjóðlegri stjórnskipan.“ Af þessum sökum lýsti hugveitan „Transnational Institute“ WEF sem „þöglu alþjóðlegu valdaráni“ til að taka völdin.
Hugmyndir Schwab takmarkast ekki við kenningar eða óskhyggju. Árið 2017 viðurkenndi Schwab í ræðu á stjórnmálaskóla John F. Kennedy í Harvard, það sem fjölmiðlar lýsa stöðugt sem samsæriskenningu: WEF „laumar sér inn í“ ríkisstjórnir um allan heim:
„Ég verð að segja, að þegar ég nefni nöfn núna eins og frú Angela Merkel og jafnvel Vladimír Pútín og svo framvegis, þá hafa þeir allir verið svokallaðir „ungir alþjóðlegir leiðtogar“ fyrir World Economic Forum. En það sem við erum mjög stolt af núna er unga kynslóðin eins og forsætisráðherra Justin Trudeau, forseti Argentínu og svo framvegis. Við komumst inn í ríkisstjórnirnar. Ég var í móttöku í gær hjá Trudeau forsætisráðherra og ég veit, að helmingur ríkisstjórnar hans eða jafnvel meira en helmingur ríkisstjórnar hans, eru í raun ungir alþjóðlegir leiðtogar frá World Economic Forum. Þetta gildir fyrir Argentínu og það gildir fyrir Frakkland.“
World Economic Forum leiðir „Endurræsinguna miklu“ á jörðinni með dökkum tillögum sínum. En sjálfseignarstofnuninni er ekki vísað frá sem samsæris- eða öfgamönnum. Þvert á móti vinna SÞ með WEF um að þrýsta dagskrá 2030 í gegn. Á myndinni t.h. er Klaus Schwab með António Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. (Mynd: UN/ Manuel Elías).