Átökin í Ísrael og Palestínu gætu farið verulega út af sporinu og breyst í svæðisbundið eða jafnvel alþjóðlegt stríð í fullum skala. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, varar við þessu að sögn Swebbtv.
Í grein í dagblaðinu Izvestia varar Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og í dag varaformaður rússneska öryggisráðsins, við því að mun stærra stríð kunni að fæðast í átökum Ísraela og Hamas. Hann skrifar:
„Miðausturlönd sjá annað stríð. Grimmt stríð án reglna. Stríð sem byggir á hryðjuverkum og kenningunni um óhóflega valdbeitingu gegn almennum borgurum. Eins og sagnir ganga í dag, þá hafa báðar hliðar þegar gengið berserkjagang.“
Reynt að skella skuldinni á Íran
Að sögn Medvedev er það sem er að gerast í Miðausturlöndum áhyggjuefni. Rússar eru að sönnu uppteknir af „baráttu sinni gegn nýnasistum í Úkraínu“ eins og hann orðar það. Hann bendir á, að stríð „eigi oft skyldar orsakir“ og eigi sér stað samkvæmt samtengingarreglu. Medvedev heldur áfram:
„Núverandi átök milli Palestínumanna og Ísraela eru engin undantekning. Þessi átök hafa alla möguleika á að þróast í svæðisbundið stríð í fullri stærð. Eða jafnvel í alþjóðlegt stríð, ef ástandið þróast á slæman hátt.“
Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, varar einnig við því að mikil hætta sé á að átökin breiðist út á svæðinu. Að sögn Lavrov er „reynt að skella allri skuldinni á Íran.“ Á miðvikudag varaði Jórdanía við því, að ef Palestínumenn verða reknir úr landinu, þá muni brjótast út stríð í fullri stærð.