AÐVÖRUN: Vindorka á hafi úti hefur alvarleg áhrif á lífríki sjávar

Hafrannsóknaraðilar hjá Veður- og vatnafræðistofnun Svíþjóðar, SMHI, fullyrða að „vindorkuver á hafi úti hafi gríðarleg áhrif á hafið.“ Vindmyllurnar hafa margvísleg áhrif á umhverfisþætti sem geta þegar í dag haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Loftslagstrúarhreyfingin þrýstir á áframhaldandi stækkun vindorku, þrátt fyrir sífellt fleiri aðvaranir um, að vindmyllurnar hafi mikil neikvæð áhrif á loftslagið og umhverfið. Vindorkuverin skerða lífsgæði íbúa í grennd við sig og eru lélegur og óáreiðanlegur staðgengill fyrir stöðuga og loftslagshlutlausa kjarnorku.

Víðtæk landfræðileg áhrif

Enn ein aðvörunin bætist núna við allar aðrar. Að þessu sinni kemur aðvörunin frá Veður- og vatnafræðistofnun Svíþjóðar, SMHI, í eigu sænska ríkisins sem sér um allar vind og veðurmælingar og gefur út veðurfréttir. Varar stofnunin meðal annars við því, að hafstraumar, selta og hitastig bæði á yfirborði sjávar og hafsbotni verði fyrir alvarlegum truflunum af ágengri stækkun vindorkuvera úti á hafi.

Það snýst ekki aðeins um nærumhverfið í kringum vindorkuverin á hafinu. Afleiðinganna gætir langt út fyrir sjálf vindorkuverin. Þetta sýna niðurstöður fyrsta áfanga rannsóknar sem sjávarvísindamenn SMHI hafa gert. Á næstu stigum geta áhrifin orðið enn alvarlegri á lífríki hafsins.

Stækkun eða að lokun vindorkuvera í framtíðinni?

Allri rannsókninni á að vera lokið á vordögum næsta árs og þá verða lokaniðurstöður kynntar. Munu niðurstöðurnar hafa áhrif á komandi stjórnmálaákvarðanir um hvort halda eigi áfram að stækka vindorkuna eða leggja hana niður af umhverfisástæðum. Verði vindorkuverum lokað er það vegna þess, að þau uppfylla ekki kröfur um orkuskipti sem „skapa sjálfbært samfélag í dag og í framtíðinni.“

Hingað til hefur verið leyft að halda áfram byggingu vindorkuvera án dýpri þekkingu um hversu alvarlegar neikvæðar afleiðingar vindorkuverin hafa á lífríki hafsins. Vísbendingar miðað við rannsókn SMHI benda til þess, að afleigingarnar séu verri en talið var áður. Lars Arneborg, yfirmaður hafrannsókna hjá SMHI útskýrir:

„Fyrstu niðurstöður okkar sýna, að vindorkuver úti á hafi hafa mikil áhrif á hafið og að áhrifin ná langt út fyrir ytri mörk vindmyllugarðanna. Vindurinn á bak við vindorkuverin minnkar og við sjáum að það hefur áhrif á strauma og lagskiptingu í yfirborði sjávar. Þetta hefur aftur áhrif á næringarefni og þörungablóma í yfirborðinu, sem síðan hefur afleiðingar fyrir allt vistkerfi sjávar sem og súrefnisskilyrðin í sjávardjúpinu.“

Vindur minnkar allt að 15% í allt að 30 kílómetra fyrir aftan vindmyllurnar

Niðurstöðurnar ganga þvert á fullyrðingar formælenda vindorku um að sjávargarðarnir gætu í mesta lagi haft áhrif á hafið þar sem þeir standa. Hefur því jafnvel verið haldið fram, að umhverfisáhrifin séu engin, að undanskildu tímabilinu þegar verið er að reisa vindmyllugarðana.

Þær fullyrðingar sem ekki voru studdar af neinum rannsóknum bara fengnar úr lausu lofti hafa núna sýnt sig vera algjörlega rangar. Rannsóknir SMHI sýna, að þegar skrúfublöðin draga orku úr vindi til raforkuframleiðslu, þá minnkar vindur um allt að 15% í allt að 30 kílómetra fyrir aftan vindorkuverin.

Hægir á sjávarstraumum

Kemur í ljós að það hefur afleiðingar jafnvel langt undir yfirborði sjávar. Breyttir vindar og vindafl hafa áhrif á sjávarstraumana. Það er líka skýringin á því, að áhrifin breiðast út á svo stóru landsvæði. Undirstöður vindmyllanna hægir einnig á straumum sjávar eða brýtur þá upp. Mismunandi vatnslög þyrlast upp og blandast saman á óeðlilegan hátt og getur haft neikvæð áhrif á lífríki sjávar.

Ef innstreymi salts og súrefnisríks vatns breytist til Eystrasaltsins, til dæmis vegna vindorkuvera í ósum Eystrasaltsins, þá myndi það hafa afleiðingar fyrir allt lífríki Eystrasaltsins. Breytt innstreymi eða aukin blöndun vatnsins sem streymir inn getur haft áhrif á styrk og dýpt varanlegs saltlags í miðhluta Eystrasalti þar sem súrefnisskortur og lóðréttur flutningur næringarefna eru mikilvægir þættir fyrir lífríki sjávar.

Skortur á þekkingu

Jafnvel þótt þekking sé nú aðeins meiri en áður, þá svífa vísindin enn í mikilli fáfræði um hversu víðtæk umhverfis- og loftslagsáhrif hin stórfellda stækkun vindorku til sjávar getur haft. Niðurstöður SMHI benda til þess að vankunnáttan geti verið hrikaleg.

Hafrannsóknarmenn SMHI segja að afleiðingar þeirrar vindorku sem þegar er virkjuð á hafi úti, virðast ekki stórkostlegar út frá hnattrænu sjónarmiði. Þær eru samt alvarlegri en margir hafa talið. Hins vegar, ef ágeng stækkun vindorku heldur áfram eins og græningjar vilja, þá gæti ástandið orðið mjög alvarlegt. Lars Arneborg sendir frá sér aðvörun:

„Það á eftir að koma í ljós, hversu mikil heildaráhrif stórfelldrar vindorkustækkunar verða, sem og hvort það geti haft veruleg áhrif á til dæmis súrefnisskort, þörungablóma og vistkerfi í Eystrasalti. Áður en slík stækkun vindorku á sér stað í Eystrasalti og Eystrasaltsmynni þarf að kanna áhrif fyrirhugaðrar vindorku, ekki aðeins fyrir sænskt hafsvæði heldur allt svæðið.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa