Áfrýjun Julian Assange tekin til meðferðar 9.-10. júlí n.k.

Julian Assange (mynd Wikipedia / David G Silvers / CC 2.0).

Reuters greinir frá því, að réttarhöld um áfrýjun Julian Assange á framsali til Bandaríkjanna muni fara fram dagana 9. – 10. júlí í Hæstarétti London. Ákvörðunin er mikilvæg, vegna þess að Assange á hættu á lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum, pyndingum og jafnvel dauða.

Hin goðsagnakennda frelsishetja og stofnandi Wikileaks, Julian Assange, hefur lengi verið skotmark bandaríska „djúpríkisins“ sem vill sakfella hann fyrir ýmsa glæpi – meðal annars fyrir njósnir.

    Ríkisstjórnir, ráðherrar, lögfræðingar og aðrir háttsettir hafa lengi krafist þess, að væntanleg kæra gegn Assange verði felld niður og hann náðaður.

    Handtekinn í Bretlandi

    Núna er Assange í gæsluvarðhaldi í Bretlandi en því gæti verið lokið bráðlega, vegna þess að Bandaríkin vilja fá hann framseldan. Það vill hins vegar Assange sjálfur ekki og hann nýtur stuðnings baráttufólks mannréttinda og lögfræðinga.

    Í Bandaríkjunum á Assange á hættu 175 ára fangelsi og óttast margir að svo harkalega verði gengið að honum að hann muni týna lífinu. Sumir segja jafnframt, að hann eigi á hættu að vera pyntaður.

    Tveir breskir dómarar ákváðu í maí s.l. að Assange mætti áfrýja ákvörðuninni um framsal til Bandaríkjanna og verður sú ákvörðun tekin til meðferðar í Hæstarétti í næsta mánuði.

    Deila
    Skoðanakönnun
    Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
    1

    1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

    Hreinsa
    Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
    1

    1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

    Hreinsa