Alexei Navalny er dáinn

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny er látinn. Það kemur fram í tilkynningu frá alríkisfangelsisþjónustunni í Rússlandi.

Í yfirlýsingunni segir skv. Samnytt:

„Þann 16. febrúar 2024, í fanganýlendu númer 3, leið fanganum Navalny A.A illa eftir göngutúr og missti næstum samstundis meðvitund. Heilbrigðisstarfsfólk frá deildinni kom strax og neyðarteymi var kallað til. Allar nauðsynlegar endurlífgunarráðstafanir voru gerðar en án jákvæðrar niðurstöðu. Bráðalæknar staðfestu að fanginn væri látinn. Verið er að rannsaka dánarorsök.“

Naut stuðnings Vesturlanda

Snemma á 20. áratugnum var Alexei Navalny leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Jablokos í Moskvu. Árið 2007 var honum hins vegar vikið úr flokknum, aðallega vegna þátttöku í „Rússnesku göngunni“ – sem bæði rússneskir og vestrænir fjölmiðlar hafa lýst sem nýnasistum. Sama ár stofnaði Navalny þjóðernishreyfinguna Narod, sem leitaði eftir samstarfi við aðra þjóðernissinna og nýnasista. Narod entist aðeins í fjögur ár.

Þegar Narod var lagt niður 2011, þá sagði Navalny, að hreyfingin ynni ekki á „skipulagðan hátt.“ Frægð Navalny eykst mjög á þessum árum vegna harðsnúinnar andstöðu við Vladimír Pútín. Navalny lýsti stjórnarflokknum Sameinað Rússland sem „flokki brjálæðinganna og þjófa.“ Fyrir baráttu sína gegn ráðamönnum í Kreml fær Navalny alþjóða stuðning. Til dæmis þá lofaði ríkisstjórn Löfvens hundruðum skattamilljóna til aðstoðar í baráttunni gegn yfirvöldum Rússlands.

Byrlað eitur

Eftir 2013 lenti Alexei Navalny ítrekað í átökum við rússneska ríkið. 2013 og 2014 var hann sakfelldur fyrir fjárdrátt á opinberu fé frá rússneska skógræktarfyrirtækinu Kirovles. Refsingin verður skilorðsbundið í bæði skiptin. ESB og Amnesty International mótmæla og telja að réttarhöldin hafi ekki verið sanngjörn.

Barátta Navalny gegn Pútín vekur samúð á Vesturlöndum. Hann var settur í stofufangelsi fyrir að hafa brotið ferðatakmarkanir. Sumarið 2020 er eitrað fyrir honum með taugaeitrinu novichok, en hann lifir af árásina. Flogið er með hann til aðhlynningar á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalny kennir Pútín og FSB öryggisþjónustunni um að hafa byrlað sér eitur.

Ekki lengur samviskufangi

Navalny fékk eftir heimkomuna hinum skilorðsbundna dómi breytt í fangelsisdóm og Amnesty telur hann ekki lengur vera „samviskufanga.“

Í ágúst 2023 er kveðinn upp harðasti dómurinn yfir Alexei Navalny: 19 ára fangelsi fyrir ásakanir um öfga og tilraunir til að „endurreisa hugmyndafræði nasista.“

Navalny var fluttur í desember í fangabúðir í Yamalo-Nentsien í Síberíu, þar sem hann lést á föstudaginn, 47 ára að aldri.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa