Á sunnudaginn hófu múslimar hina svo kölluðu „fórnarhátíð“ – Eid Al-Adha hátíðina. Mörgum almenningsgörðum víðsvegar um Svíþjóð var þá breytt í svæði sem minna einna helst á Miðausturlönd. Toppnöfn sænskra jafnaðarmanna tóku þátt ásamt þúsundum múslima í hátíðahöldunum.
Hátíð til fagna minningu þess að fórna syni sínum fyrir Guð
Eid Al-Adha er fjögurra daga hátíð til að minnast og fagna vilja Abrahams, fyrsta múslimska spámanninum, sem var tilbúinn til að fórna syni sínum samkvæmt skipun Guðs.
Sagan endar á því, að Guð býður Abraham að fórna dýri og er það hluti af hátíðarhöldunum að múslímar slátra dýrum.
Hátíðin markar einnig lok árlegrar pílagrímsferða múslíma „hajj“ til borgarinnar Mekka í Sádi-Arabíu.
Á sunnudagsmorgun söfnuðust þúsundir múslíma saman í Rosengård, Malmö, til að hefja hátíðarhöldin meðal annars með messubæn úr hátölurum.
Hér að neðan er myndskeið af hátíðahöldum múslíma í almenningsgarðinum í Malmö:
Sósíaldemókratar mættu
Einnig var mikil múslímsk messubæn haldin í Hallargarðinum í Gautaborg. Í fréttum sænska sjópnvarpsins, SVT, segir að toppnöfn jafnaðarmanna hafi mætt á staðinn.
Jonas Attenius sósíaldemókrati, formaður bæjarstjórnar í Gautaborg, viðurkennir að hann hafi ekki vitað af þessari hátíð múslíma þrátt fyrir að „múslímskur starfsmannastjóri“ sé í ráðhúsinu.
„Ég hef múslímskan starfsmannastjóra sem aðstoðar mig við ýmis hátíðahöld. Ramadan veit ég hvað er. En ég vissi reyndar ekki af þessari hátíð.“
Hér að neðan er myndskeið frá hátíðarhöldum múslíma í Hallarskóginum í Gautaborg: