Frá ársfundi „Nýju meistaranna“ í Dalian, Kína. (Skjáskot WEF frá fundinum í dag).
Hafinn er ársfundur „Nýju meistaranna“ í Dalian, Kína, þar sem búist er við þátttöku 1.600 valdhafa. Meðal samstarfsaðila ráðstefnunnar eru lyfjarisarnir Pfizer og Astra Zeneca, fjárfestingarfélagið BlackRock, Google og Bill & Melinda Gates Foundation. Chen Shaowang, borgarstjóri, lofar að Dalian mun auka áhrif WEF með hreinskilni sinni og þátttöku.
Alþjóðaefnahagsráðið er þekkt fyrir árlega leiðtogafundi sína í Davos í Sviss. Áhrifamiklir leiðtogar og samtök víðs vegar að úr heiminum koma saman til að ræða og setja dagskrána fyrir þau málefni sem á að einbeita sér að til þess að ná stjórnmálalegum áhrifum.
Ráðstefnan í Davos er þó ekki eini glæsti viðburðurinn. Dagana 25. – 27. júní er haldin 15. Ársfundur „Nýju meistaranna“ í Dalian, Kína, með tæplega 1.600 þátttakendum frá 80 löndum. Stofnandinn Klaus Schwab segir:
„Frammi fyrir áður óþekktum alþjóðlegum áskorunum er ekki hægt að ofmeta kraft samvinnu og nýsköpunar. Við munum bjóða upp á einstakan vettvang fyrir leiðtoga til að hittast, deila hugmyndum og finna framsýnar lausnir fyrir framtíð alþjóðahagkerfisins.“
„Kína er vél hagvaxtar í heiminum“
Pan Jiang, forstjóri kínversku deildar alþjóðlegrar samvinnu hjá Þjóðarþróunarnefndinni, fullyrðir:
„Með öflugri samræðu og samvinnu miðar ráðstefnan að því að skapa sameinaða framtíðarsýn fyrir þróunina. AMNC 2024 mun setja glæsilegan árangur Kína í efnahags- og félagsmálum á oddinn með fullum krafti gegnsæi á háu plani. Alþjóðasamfélaginu verða kynnt þau tækifæri sem saga nútímavæðingar Kína býður upp á.“
Samkvæmt Liming Chen, sem er í forsvari „Stóru-Kína“ deildar World Economic Forum:
„Asía er vél alþjóða hagvaxtar með Kína sem stærsta einstaka þátttakanda. Ráðstefnan veitir tímabært tækifæri til sameiginlegrar eflingu á möguleikum kraftmikillar nýsköpunar og til að skapa skilyrði fyrir sjálfbæra efnahagsþróun á svæðinu og víðar.“
World Economic Forum skrifar í fréttatilkynningu:
„Þessi fundur í Asíu, svæði sem heldur áfram að knýja tvo þriðju af öllum hagvexti á heimsvísu, mun gera leiðtogunum kleift að vinna saman og kynna leiðir til að örva og viðhalda jákvæðum efnahagslegum skriðþunga.“
Nýtt hagkerfi fyrir heiminn – samtenging loftslagsmála við náttúru og orku
Ráðstefnan í ár er byggð upp í kringum eftirfarandi sex meginatriði:
- Nýtt hagkerfi fyrir heiminn
- Kína og heimurinn
- Frumkvöðlar á tímum gervigreindar
- Ný landamæri iðnaðar
- Fjárfesting í fólki
- Samtenging loftslags, náttúru og orku
Stærstu hrægammasjóðir Wall Street eru viðstaddir
Meðal samstarfsaðila sem World Economic Forum telur upp eru BlackRock, Goldman Sachs, Google, Amazon, Pfizer, Astra Zeneca, Bill & Melinda Gates Foundation og Coca Cola Company.
Ennfremur hefur ráðstefnan ekki einstakan fundarstjóra, heldur „tíu alþjóðlega meðstjórnendur,“ þar á meðal Faisal Alibrahim, efnahags- og skipulagsráðherra Sádi-Arabíu, Bonnie Chan Yiting, forstjóra „Hong Kong Exchanges and Clearing,“ Jeffrey Lu Minfang, varaformann kínverska Mengniu-hópsins og Amina Mohammed aðstoðarfaðalritara Sameinuðu þjóðanna. Chen Shaowang borgarstjóri Dalian sagði:
„Dalian mun auka áhrif WEF með hreinskilni sinni og þátttöku, auka áhrifin með efnahags- og viðskiptasamskiptum, varpa ljósi á einkenni tækniþróunar nýja tímans, grænna umskipta, orkusparnað og koltvísýringslækkun, dýpka menningarskipti með menningu sem tæki og endurspegla gæði borgarinnar með áhrifamikilli þjónustu.“