Ein af barnabókunum sem Biden stjórnin bað Amazon um að fjarlægja.
Bandaríski þingmaðurinn Jim Jordan upplýsti, að Amazon hafi orðið við ritskoðunarkröfum Biden-stjórnarinnar og fjarlægt ýmsar bækur sem stjórnin taldi ógna pólitískri stefnu sinni.
Í lengri þræði á X útskýrir Jordan, hvernig gögn innan Amazon staðfesta, að embættismenn Biden-stjórnrinnar hafi óskað eftir því, að Amazon settu ýmsa titla á við lista yfir: „Ekki auglýstar.“
Jordan skrifar:
„Innri tölvupóstur sýnir, að Amazon bætti upphaflega 43 bókum við nýstofnaðan „Ekki auglýstar“ flokk sinn með gagrýnum bóluefnisbókum. Bækurnar voru faldar vegna gagnrýni frá embættismönnum Biden.
Sem svar við kæru frá dómsnefnd þingsins, þá birti Amazon 43 bókartitla sem voru teknir af sölulista vegna þrýstings Hvíta hússins. Hvort sem menn elska eða hata bækurnar á þessum lista, þá ætti engin bókabúð að ritskoða bækur vegna þrýstings stjórnvalda.
…
Þetta er ritskoðun stjórnvalda sem er stjórnarskrárbrot, punktur. Hvort sem fólk er sammála innihaldi bókanna eða ekki, þá er málfrelsi málfrelsi og Biden-stjórnin þrýsti á einkafyrirtæki að ritskoða stjórnarskrárvarið mál.
Nefnd okkar mun halda áfram mikilvægu rannsóknarverki sínu og finna lagalegar leiðir til að afnema ritskoðun Biden-stjórnarinnar.“
Meðal þeirra bóka sem Amazon fjarlægði og voru gagnrýnar á Covid-bóluefni, var bók fyrir börn sem gaf til kynna að bólusett og óbólusett fólk gætu verið vinir.
Afhjúpunin gefur frekari sannanir um samráð Hvíta hússins og vinstri sinnaðra risafyrirtækja til að ritskoða gagnrýnisraddir Bandaríkjamanna gagnvart alþjóða lyfjarisum eins og Pfizer og Moderna.