Átta atriði sem vekja miklar áhyggjur í fyrirhuguðum WHO-sáttmála og breytingum á alþjóðlegu heilbrigðisreglugerðinni (IHR)

Á heimasíðu samtaka Heilsuverndar Barna „Childrens Health Defense, CHD,“ eru reiknuð upp átta alvarleg atriði í breytingum stjórnlaga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO og regluverki alþjóða heilbrigðisreglugerðarinnar. Doktor Meryl Ness skrifar um málið:

Dreifing lífvopna

Í sáttmálanum og fyrirhuguðum breytingum er þjóðum falið að fylgjast með hugsanlegum heimsfaraldri sýkla, byggja eða viðhalda raðgreiningarrannsóknarstofum og deila raunverulegum sýnum með WHO (þar sem BioHub hefur verið búið til í þessu skyni) og einnig deila röðunum á netinu. Þetta krefst útbreiðslu líffræðilegra hernaðarefna – sem ég tel vera glæp (byggt á túlkun minni á ályktun öryggisráðsins 1540 og sýklavopnasamningnum frá 1972).

1 a. „Bureau texta“ útgáfan af sáttmálanum 2. júní 2023 krafðist einnig, að þær þjóðir sem stunda rannsóknir á viðbótarvirkni eigi að draga úr „stjórnsýsluhindrunum“ fyrir því starfi. Með öðrum orðum á að minnka öryggi á rannsóknum, sem munu auka líkur á rannsóknarstofuleka. Þessi málsgrein var fjarlægð úr útgáfu sáttmálans 30. október 2023.

WHO fær óútfyllta ávísun fyrir framtíðar reglubreytingar

Samkvæmt sáttmálanum á að koma á fót ráðstefnu samstarfsaðila og opna nýja skrifstofu WHO til að búa til reglur í framtíðinni um hvernig forvarnir og meðhöndlun heimsfaraldra verða framkvæmdar. Í raun og veru er þar verið að afhenda WHO auðan en undirritaðan samning til að búa til þær reglur sem þeim þóknast.

Verið er að þróa framleiðsla bóluefna á ógnarhraða án skaðabótaskyldu

Sáttmálinn krefst skjótrar þróunar/framleiðslu bóluefna og að allir þættir bóluefnaþróunar, prófunar og framleiðslu verði styttir. Það þýðir að bóluefni verða notuð án framleiðsluleyfa. Sáttmálinn krefst að þjóðirnar verði tilbúnar að koma á neyðarlögum í þessu skyni og einnig til að „afgreiða“ skaðabótakröfur. Sjá „Fyrirhugaðan sáttmála WHO sem mun fjölga manngerðum heimsfaröldrum.“ Bandaríkin, ESB og aðrir hafa sérstaklega kallað eftir 100 daga þróun bóluefnis og 30 daga til viðbótar til framleiðslu á bóluefni til notkunar í heimsfaraldri. Það leyfir engar mikilvægar prófanir á mönnum.

Mannréttindi hafa verið afnumin í nýju breytingunum

Í breytingartillögum var setningin „mannréttindi, reisn og frelsi einstaklinga“ tekin burt úr orðanotkun reglugerðanna. Eftir kvartanir var þessi setning síðar aftur sett inn í sáttmálann – en ekki er víst að hann verði samþykktur árið 2024. Á meðan þarf aðeins einfaldan meirihluta til að samþykkja breytingarnar, sem eru leynilegar og því líklegt, að þær orði stærstu vandamálin í breytingartillögunum.

Eftirlits krafist á samfélagsmiðlum og að meðborgarar verði ritskoðaðir

Bæði breytingarnar og sáttmálinn skora á þjóðríkin að fylgjast með samfélagsmiðlum þegna sinna og að ritskoða og koma í veg fyrir miðlun upplýsinga sem er í ósamræmi við frásögn WHO um lýðheilsu. Að auki krefst sáttmálinn líka að borgarar hafi frjálsan aðgang að upplýsingum, á sama tíma og þeir séu verndaðir gegn „upplýsingaflæði“ sem er skilgreint sem of mikið af upplýsingum. Einnig á að koma í veg fyrir, að almenningur dreifi röngum upplýsingum og misvísandi upplýsingum.

Við fáum kannski ekki að vita, hvað er í breytingartillögunum fyrr en eftir að þær hafa verið samþykktar

Samið hefur verið um breytingarnar í algjörri leynd undanfarna níu mánuði, en nokkur drög að heimsfaraldurssáttmálanum hafa verið birtar almenningi á sama tímabili. Þó að umsamdar breytingar hefðu verið lagðar fram til opinberrar skoðunar í janúar, þá hefur aðallögfræðingur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar búið til lögfræðilegt minnisblað til að forðast þá skyldu til að gera þær opinberar fjórum mánuðum fyrir atkvæðagreiðsluna. Fær almenningur nokkuð að sjá breytingartillögurnar áður en atkvæðagreiðslan um þær fer fram? Hvers vegna hvílir slík leynd yfir fyrirhuguðum breytingum?

Aðalritari WHO getur orðið þinn persónulegi læknir

Samkvæmt fyrirhuguðum breytingum gæti framkvæmdastjóri WHO lagt hald á og flutt læknaútbúnað frá einu landi til annars, ákveðið hvaða meðferðir megi nota og takmarka notkun annarra meðferða.

Hvenær mun WHO geta beitt nýjum völdum sínum?

Breytingarnar taka gildi þegar yfirlýsing um alþjóðlega ógn við lýðheilsu (Public health emergency of international, PHEIC) hefur verið gefin út. Hins vegar mun yfirlýsing um hugsanlegt PHEIC einnig veita þessar heimildir. Heimildirnar geta verið framlengdar jafnvel eftir að PHEIC lýkur, eins og við höfum séð í yfirlýsingum um Covid-19 og apabólu (MPOX) frá ríkisstjóraembættinu.

Sáttmálinn mun stöðugt vera gildandi og ekki þarf nýja yfirlýsingu eða nýjan heimsfaraldur til að veita WHO nýtt vald.

Doktor Meryl Nass

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa