Ólöglegur innflutningur til Evrópu er nú svo alvarlegur, að hann getur fellt ríkisstjórnir. Það segir Alexander Schallenberg, utanríkisráðherra Austurríkis, í viðtali við þýska Bild.
Fólksinnflutningurinn til Evrópu er fullkomlega stjórnlaus. Ástandið fer ekki batnandi. Þvert á móti. Við því varar Alexander Schallenberg utanríkisráðherra Austurríkis.
Samkvæmt Schallenberg tekur Austurríki á móti flestum innflytjendum miðað við íbúa um þessar mundir í Evrópu. Hann telur tímabært, að Þýskaland fari að ræða aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum.
Innflytjendakerfi fáránleikans
Stærsta vandamálið telur hann vera, að nær enginn brottflutningur á sér stað. Hann krefst því, að ESB skapi meiri þrýsting á heimalöndin til að fara í alvöru að vernda landamæri Evrópu. Schallenberg segir:
„Eitt er ljóst: Innflutningur fólks mun ekki minnka á næstu árum. Fólksflutningar eru mál sem geta fellt ríkisstjórnir.“
Ef ekki tekst að vísa fólki úr landi sem hefur ekki rétt á því að vera innan Evrópusambandsins, þá „breytist kerfið í kerfi fáránleikans.“