Uppreisn bænda í Evrópu hefur síður en svo hjaðnað niður. Núna keyra bændur á dráttarvélum sínum inn í enn eina höfuðborgina í Evrópu. Í þetta sinn eru það tékkneskir bændur sem fara á vélum sínum til Prag í almennri uppreisn bænda á meginlandinu gegn loftslagsstefnu ESB.En forsætisráðherra Tékklands segir bændur vera handbendi Rússlands og neitar að hlusta á gagnrýni þeirra. Það boðar ekki gott.
Undanfarnar vikur hafa bændamótmæli verið haldin víðsvegar um Evrópu og hafa þau stærstu og mest áberandi átt sér stað í Þýskalandi, Frakklandi og fyrir utan höfuðstöðvar ESB í Brussel.
Á mánudag mótmæltu tékkneskir bændur grænni stefnu ESB sem er árás á lífskjör bænda og alls landbúnaðarins. Hundruð dráttarvéla keyrðu inn í höfuðborgina Prag og að landbúnaðarráðuneytinu til að mótmæla háu orkuverði, óhóflegri skriffinnsku og kostnaðarsamri loftslagsstefnu ESB, segir í frétt Reuters.
Tékknesk stjórnvöld virtust hins vegar ekki hafa mikinn áhuga á að hlusta á bændurna. Petr Fiala, forsætisráðherra, vísaði þeim á bug sem „rússadyndlum“ og skrifaði á X (áður Twitter) að bændur sem mótmæltu „hefðu ekkert að gera með baráttu bænda fyrir bættum kjörum.“ Hafa athugasemdir forsætisráðherrans verið sem olía á eldinn og eru samfélagsmiðlar fullir af reiði. Var Fiala sakaður um að vísa allri gagnrýni á bug sem „rússasinnuðum áróðri.“
Hér að neðan má sjá nokkur myndskeið frá mótmælunum í dag: