Bændur í uppreisn við þinghúsið í Varsjá

Síðdegis á miðvikudag beitti pólska óeirðalögreglan kylfum og táragasi gegn tugþúsundum reiðra bænda og verkamanna sem höfðu safnast saman fyrir utan þingið til að mótmæla nýrri vinstri ESB-stimplandi ríkisstjórn, aðgerðaáætlun ESB í loftslagsmálum og umfram allt úkraínskum vörum sem streyma inn í landið. Mótmælin endaðu í upplausnarástandi og ofbeldisfullum senum á götum úti.

Viku á eftir síðustu mótmæli bænda sem lömuðu stóran hluta miðborgar Varsjár, sýndu pólskir bændur enn einu sinni óánægju sína með núverandi stefnu. Samkvæmt staðbundnum fréttum tóku tugþúsundir meðborgarar þátt í mótmælunum í dag, þar sem meðal annars Donald Tusk, forsætisráðherra, var harðlega gagnrýndur fyrir viljaleysi til að endurskoða innflutning á kornvörum frá Úkraínu. Pólskir bændur, sem eru skaðaðir af grænni grafarmenningu ESB sem vill lama landbúnað í öllum aðildarríkjum með álögum og reglugerðarfargani, geta engan veginn keppt við úkraínska bændur sem eru lausir við allar slíkar álögur og geta undirboðið verð þeirra pólsku. Á bak við átökin eru stórir matvælarisar sem ásælnast pólskan landbúnað, reiðubúnir að kaupa upp jarðir og rústa pólskum landbúnaði.

Stuðningur frá Solidaritet

Bændurnir lentu fljótt í vandræðum, því lögreglan stöðvaði dráttarvélar þeirra á vegum inn í miðbæ Varsjárborgar. Bændur fylktu því liði gangandi að stjórnarráði og þinghúsi. Solidaritet verkalýðshreyfingin lýsir yfir stuðningi við bændur og margir komu á rútum alls staðar að í Póllandi til höfuðborgarinnar til að sýna samstöðu með bændum sínum. Piotr Duda, leiðtogi Solidaritet sagði:

„Loftslagsmarkmið ESB munu ekki aðeins eyðileggja landbúnaðinn, heldur einnig allan pólska iðnaðinn. Námustarfsmenn, starfsmenn stáliðnaðarins og félagar okkar í matvælaiðnaðinum standa að baki ykkur. Fólk þarf að skilja, að raforkan kemur ekki frá orkubönkum eða maturinn úr ísskápnum. Sameiginlega þá höfum við sama markmiðið; að tryggja að aðgerðaáætlun ESB í loftslagsmálum fari beint í ruslatunnuna.“

Pólskur bóndi – hvíl í friði

Fulltrúar mótmælenda fóru inn í stjórnarráðið til að afhenda bréf með kröfum sínum og báðu einnig um að fá að hitta Donald Tusk forsætisráðherra, sem var innandyra en afþakkaði vegna þess að hann væri upptekinn. Þau skilaboð fóru ekki vel í mótmælendur sem svöruðu með því meðal annars að brenna bíldekk og einnig táknræna kistu með textanum: „Pólskur bóndi - hvíl í friði.“ Einnig berast fréttir af því, að mótmælendur hafi brennt fána ESB. Eftir mótmælin við stjórnarráðið var haldið í átt að pólska þinginu - Sejm.

Mannfjöldinn kallaði „Út með Tusk til Brussel“ og „Þetta er ekki okkar ríkisstjórn.“ Á borðum stóð „Við viljum borða pólskan mat – ekki skordýr“ – „Setjum viðskiptabann á Úkraínu“ og í fyrsta skipti: „PolEXIT.“

Upplausnarástand

Við þingið Sejm sýndu mótmælendur óánægju með að þingið hafi ekki tekið til greina tillögu frá íhaldsflokknum Lög og réttlæti varðandi hina gagnrýndu landbúnaðarstefnu. Nokkrir mótmælendur sprengdu kínverja fyrir utan þinghúsið.

Lögreglan svaraði með kylfum og táragasi. Þá hófu mótmælendur að kasta steinum og kyrja „Zomo“ (sem var nafn hin ógnarlögreglu kommúnistatímans).

Átökin fyrir utan þingið stóðu yfir í rúmar tvær klukkustundir. Lögreglan neyddist til að kalla til liðsauka og notaði vatnsbyssu til að dreifa mótmælendum. Sumir bændanna sem pólskir fjölmiðlar ræddu við í dag, miðvikudag, halda því fram að lögreglan hafi beitt sér fyrir átökunum og verið ögrandi gegn mannfjöldanum.

Myndband er dreift á samfélagsmiðlum sem sýnir lögregluna ráðast gegn mótmælendum. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar sjálfrar hafa um tíu mótmælendur verið handteknir og nokkrir lögreglumenn særðust í mótmælunum í dag.

Á einu myndbandi sést lögreglumaður kasta sem talið er vera steinn í mannfjöldann.

Verkfall bænda í Póllandi hefur staðið yfir síðan 24. janúar á þessu ári. Landssamtök bænda – Solidarnosc Rolnicza – tilkynntu í dag að frekari mótmæli gegn stjórnvöldum og ESB verða haldin 20. mars í öllum helstu borgum Póllands.


Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa